Published: 2012-09-26 15:34:58 CEST
Hagar hf.
Fyrirtækjafréttir

Tilkynning frá Högum - Afkoma umfram væntingar og hagstæðari fjármögnun félagsins

Á stjórnarfundi Haga í dag var farið yfir drög að 6 mánaða uppgjöri félagsins sem birt verður 25. október næstkomandi. Samkvæmt niðurstöðu uppgjörsins er ljóst að afkoma félagsins eftir skatta fyrir tímabilið mars – ágúst 2012 mun nema um 1,5 milljarði króna sem er betri afkoma en fyrir sama tímabil í fyrra. Ástæður betri afkomu er lægra kostnaðarhlutfall, betri framlegð og lægri afskriftir.

Á fundinum var einnig samþykkt tilboð frá viðskiptabanka félagsins um hagstæðari vaxtakjör á lánum þess. Áætlaður ávinningur félagsins á ársgrunni vegna lægri vaxtakjara mun nema a.m.k. 70 milljónum króna.