Published: 2012-08-08 18:11:00 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur júlí 2012

Mesti fjöldi farþega í einum mánuði í sögu félagsins

Félagið flutti 279 þúsund farþega í millilandaflugi í júlí og voru þeir 10% fleiri en í júlí á síðasta ári. Framboðsaukning  var 11% á milli ára. Sætanýting nam 85,3% samanborin við 85,4% í júlí 2011.  Farþegum fjölgaði mest á N-Atlantshafsmarkaðinum eða um 13% og aukningin á ferðamannamarkaðinum til Íslands nam um 10%.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru um 38 þúsund í júlí sem er aukning um 1% á milli ára.  Sætanýting nam 69,6% og drógst saman um 3,9 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 11% m.v. júlí á síðasta ári, þar sem fraktvélar í leiguflugsverkefnum voru einni færri en í fyrra. Fraktflutningar jukust um 7% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá hótelum félagsins jókst um 7% frá júlí á síðasta ári. Herbergjanýting var 88,0% og var 2,7 prósentustigum hærri en í júlí 2011.

MILLILANDAFLUG JÚL 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Fjöldi farþega 278.505 10% 1.131.487 16%
Sætanýting 85,3% -0,1 %-stig 81,0% 2,5 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000) 924.131 11% 3.933.222 14%
         
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG JÚL 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Fjöldi farþega 38.013 1% 212.463 4%
Sætanýting 69,6% -3,9 %-stig 70,2% 0,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. ('000) 22.593 2% 103.488 0%
         
LEIGUFLUG JÚL 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Flugvélanýting 95,0% 9,9 %-stig 91,3% -2,1 %-stig
Seldir blokktímar 2.732 -11% 18.653 -10%
         
FRAKTFLUTNINGAR JÚL 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 18.919 -1% 102.820 8%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 6.830 7% 52.116 21%
         
HÓTEL JÚL 12 BR. (%) ÁTÞ 12 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 40.300 7% 170.170 14%
Seldar gistinætur 35.469 10% 123.422 22%
Herbergjanýting 88,0% 2,7 %-stig 72,5% 4,3 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - July.pdf