Icelandic
Birt: 2012-06-04 13:41:39 CEST
Hagar hf.
Hluthafafundir

LEIÐRÉTTING: AÐALFUNDUR 8. JÚNÍ 2012 - FRÉTT SEND: 2012-05-24 17:26:27 CET

UPPLÝSINGAR UM ARÐGREIÐSLUTILLÖGU

Leiðrétting: Upplýsingar um arðsréttindadag. Dagskrárliður 4 um ráðstöfun hagnaðar birtur í heild sinni að nýju.

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2011/12 sem nemur 0,45 krónum á hlut, eins og fram kemur í ársreikningi félagsins. Heildararðgreiðslan nemur því tæpum 530 milljónum króna.

Samþykki aðalfundur tillöguna skal arðsréttindadagur vera 13. júní 2012. Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2011/12 verður því 11. júní 2012, eða næsti viðskiptadagur eftir aðalfund. Útborgunardagur arðgreiðslu verður 27. júní 2012.