Published: 2012-05-24 17:26:27 CEST
Hagar hf.
Hluthafafundir

Aðalfundur 8. júní 2012

Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 8. júní 2012 og hefst hann kl. 10:00 á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi í Kópavogi.

 

Dagskrá fundarins:

 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu ári.
 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar.
 3. Ákvörðun um greiðslur til stjórnar- og skoðunarmanna.
 4. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2011/12.
 5. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda.
 6. Tillögur stjórnar um starfskjarastefnu
 7. Heimild til kaupa á eigin hlutabréfum
 8. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

 

Tillögur stjórnar Haga hf.:

 

 1. Ársreikningur (dagskrárliður 2)

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund að ársreikningur félagsins fyrir árið 2011/12, ásamt skýrslu endurskoðanda, verði samþykktur.

 

 1. Greiðslur til stjórnar- og skoðunarmanna (dagskrárliður 3)

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund að stjórnarlaun verði óbreytt eða sem hér segir: Stjórnarformaður kr. 500.000,- á mánuði og stjórnarmenn kr. 250.000,- á mánuði. Endurskoðanda félagsins verður greitt í samræmi við útgefna reikninga.

 

 1. Ráðstöfun hagnaðar (dagskrárliður 4)

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2011/12 sem nemur 0,45 krónum á hlut, eins og fram kemur í ársreikningi félagsins. Heildararðgreiðslan nemur því tæpum 530 milljónum króna.

Samþykki aðalfundur tillöguna skal arðsréttindadagur vera 8. júní 2012. Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2011/12 verður því 11. júní 2012, eða næsti viðskiptadagur eftir aðalfund. Útborgunardagur arðgreiðslu verður 27. júní 2012.

 

 1. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda (dagskrárliður 5)

Framboð til setu í stjórn Haga hf. skal berast skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur verða birtar að þeim fresti loknum.

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund félagsins að KPMG ehf., kt. 590975-0449, verði kosinn endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

 

 1. Starfskjarastefna (dagskrárliður 6)

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund félagsins að meðfylgjandi starfskjarastefna verði samþykkt.

 

 1. Heimild til kaupa á eigin bréfum (dagskrárliður 7)

Stjórn Haga hf. leggur til við aðalfund að félaginu verði heimilt að kaupa á næstu 5 árum allt að 10% af eigin bréfum, skv. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Kaupverð bréfanna skal miðað við dagslokagengi daginn áður en kaup eru gerð. Heimild verður aðeins beitt ef verð bréfanna er mjög hagstætt félaginu, að mati stjórnar.

 

Ársreikning og önnur gögn ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu er að finna á vefsíðu félagsins, www.hagar.is

 

Stjórn Haga hf.