Published: 2012-05-10 17:47:59 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Ákvörðun um viðbótarskráningu í kauphöllina í Osló frestað um óákveðinn tíma

Þann 3. febrúar sl. tilkynnti stjórn Icelandair Group hf. um áætlanir félagsins að vinna að mögulegri viðbótarskráningu á hlutabréfum félagsins í kauphöllina í Osló. Félagið réði í framhaldinu SEB Enskilda og Íslandsbanka hf. sem ráðgjafa sína og hefur undirbúningur gengið vel.

Ákveðin úrlausnarefni tengd gildandi gjaldeyrishöftum á Íslandi hafa hins vegar orðið til þess að stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta skráningarferlinu um óákveðinn tíma.

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801