Published: 2012-05-04 18:32:46 CEST
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Afkoma umfram væntingar stjórnenda á fyrsta ársfjórðungi

  • Tap á fjórðungnum nam 13,2 milljónum bandaríkjadala.
  • Mikill innri vöxtur og 21% tekjuaukning frá sama tímabili í fyrra.
  • Aukning ferðamanna til Íslands jók tekjur af ferðatengdri þjónustu.
  • Handbært fé frá rekstri var 86,1 milljón dala.
  • Eiginfjárhlutfall var 31%.

 

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi var betri en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir og einkenndist af áframhaldandi innri vexti. Tekjuvöxtur nam 21% á milli ára. Aukning í farþegatekjum var 31%. Farþegum fjölgaði bæði í millilandaflugi og innanlandsflugi. Mikil aukning varð í fjölda ferðamanna sem komu til Íslands sem hafði jákvæð áhrif á ferðaþjónustu.

Í byrjun árs gáfum við út EBITDA spá fyrir árið 2012 sem nam 90-98 milljónum dala. Síðan þá hafa rekstrarforsendur að mestu þróast á jákvæðan veg. Miðað við uppfærðar forsendur er gert ráð fyrir að EBITDA á árinu muni nema 100-105 milljónum dala.“

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801 


Icelandair Group Fréttatilkynning_Q1_2012.pdf
Icelandair Group hf 31 03 2012.pdf