Published: 2012-04-10 18:52:51 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur mars 2012

Icelandair flutti 31% fleiri ferðamenn til Íslands samanborið við mars á síðasta ári

Í mars flutti Icelandair alls um 119 þúsund farþega og voru þeir 23% fleiri en í mars á síðasta ári.  Framboð Icelandair var aukið um 15% og sætanýtingin jókst mikið á milli ára eða um 4,3 prósentupunkta og nam 81% í mánuðinum.  Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum félagsins í marsmánuði, en þó mest á ferðamannamarkaðinum til Íslands.  Icelandair flutti um 54 þúsund ferðamenn til landsins og jukust þeir um 31% á milli ára.

Fjöldi farþega hjá Flugfélagi Íslands jókst um 7% á milli ára í mars og var alls um 30 þúsund.  Sætanýting nam 75,6% og jókst um 5,0 prósentustig á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 9% færri en í mars á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 12% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá Flugleiðahótelunum jókst um 11% á milli ára. Herbergjanýting var 70,4%, eða 11,7 prósentustigum hærri en í mars 2011.

 

ICELANDAIR MAR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Number of Passengers 118,602 23% 305,011 18%
Load Factor 81.0% 4.3 ppt 75.4% 4.3 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 399,781 15% 1,098,735 11%
         
AIR ICELAND MAR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Number of Passengers 29,955 7% 80,529 5%
Load Factor 75.6% 5.0 ppt 70.7% 1.6 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 12,852 2% 35,816 2%
         
CAPACITY MAR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Fleet Utilization 83.3% -11.3 ppt 87.1% -8.0 ppt
Sold Block Hours 2,488 -9% 8,112 -5%
         
ICELANDAIR CARGO MAR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Available Tonne KM (ATK´000) 12,543 3% 36,596 10%
Freight Tonne KM (FTK´000) 8,065 12% 22,070 19%
         
ICELANDAIR HOTELS MAR 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Available Hotel Room Nights 18,382 11% 54,082 13%
Sold Hotel Room Nights 12,935 34% 33,420 33%
Utilization of Hotel Rooms 70.4% 11.7 ppt 61.8% 9.3 ppt

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

 


Traffic Data - Mars.pdf