English Icelandic
Birt: 2012-03-06 18:29:36 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur febrúar 2012

Mikil farþegafjölgun hjá Icelandair

Framboð Icelandair var aukið um 11% í febrúar miðað við febrúar á síðasta ári.  Farþegum fjölgaði í heild um 18% á milli ára og námu tæplega 94 þúsund í mánuðinum.  Sætanýting nam 75%, sem er 4,2 prósentustigum betri en í febrúar á síðasta ári þegar hún var 70,8%.  Fjöldi farþega hjá Flugfélagi Íslands jókst um 7% á milli ára í febrúar og var alls um 27 þúsund.  Sætanýting nam 71,1% og lækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 3% fleiri en í febrúar á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 25% á milli ára. Framboð á gistinóttum hjá Flugleiðahótelunum jókst um 16% á milli ára. Herbergjanýting var 69,8%, eða 15,5 prósentustigum hærri en í febrúar í fyrra.

 

ICELANDAIR FEB 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Number of Passengers 93.643 18% 185.821 15%
Load Factor (%) 75,0% 4,2 ppt 72,1% 4,1 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 332.356 11% 698.954 8%
         
AIR ICELAND FEB 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Number of Passengers 26.880 7% 50.601 3%
Load Factor (%) 71,1% -0,4 ppt 68,0% -0,3 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 11.533 6% 22.964 2%
         
CAPACITY FEB 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Fleet Utilization (%) 89,3% -1,6 ppt 88,9% -6,4 ppt
Sold Block Hours 2.704 3% 5.624 -3%
         
ICELANDAIR CARGO FEB 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Available Tonne KM (ATK´000) 12.154 17% 24.053 14%
Freight Tonne KM (FTK´000) 7.235 25% 14.005 23%
         
ICELANDAIR HOTELS FEB 12 CHG (%) YTD 12 CHG (%)
Available Hotel Room Nights 17.255 16% 35.700 14%
Sold Hotel Room Nights 12.045 49% 20.485 33%
Utilization of Hotel Rooms 69,8% 15,5 ppt 57,4% 8,2 ppt

 


Traffic Data - February.pdf