English Icelandic
Birt: 2012-02-21 00:12:17 CET
Eyrir Invest hf.
Reikningsskil

Afkoma Eyris Invest ehf. 2011

Traustur grunnur fyrir áframhaldandi vöxt og virðissköpun

 

  • Nettó virði eigna í árslok er 202 m evra samanborið við 193 m  í ársbyrjun.
  • Heildareignir Eyris í árslok eru 395 m og eiginfjárhlutfall er 51% (2010; 44%). Sjóður og ígildi handbærs fjár í árslok nema 26 m.
  • Hagnaður ársins var 1,0 m  (2010; 52 m evra).
  • Í desember var hlutafé Eyris aukið um 10%. Lífeyrissjóður verzlunarmanna skrifaði sig fyrir allri hlutafjáraukningunni.
  • Horfur í rekstri Eyris og lykileigna eru góðar.  Fjármögnun þeirra er í samræmi við stefnu og alþjóðleg viðmið þar sem nettó skuldir eru á bilinu 2-4 x EBITDA.

Lykileignir Eyris eru 36% eignarhlutur í Marel og 17% eignarhlutur í Stork BV sem á og rekur Stork Technical Services og Fokker Technologies.  Að auki fjárfestir Eyrir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum í gegnum Eyrir sprotar slhf. sem leggur megináherslu á að styðja efnileg útflutningsfyrirtæki til vaxtar og virðissköpunar.

Eyrir Invest hefur skilað góðri ávöxtun til hluthafa frá stofnun félagsins á miðju ári 2000 og reiknast   innra virði hlutabréfa 18,3 evrusent á hlut um síðustu áramót á móti stofnverði sem var 1,4 evrucent á hlut.  Heimsmarkaðsverð hlutabréfa mælt í evrum hefur á sama tímabili lækkað að meðaltali um 4% árlega sem jafngildir 37% lækkun (MSCI).

 

 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri:

“Árið 2011 var viðburðarríkt hjá Eyri þar sem hæst ber framúrskarandi árangur Marel, vel heppnuð kaup Stork Technical Services á RBG og stofnun Eyris sprota samhliða hlutafjáraukningu undir árslok.

Eyrir skilar lítilsháttar hagnaði á síðastliðnu ári sem er viðunandi í krefjandi árferði á alþjóðamörkuðum. Fyrirtæki okkar hafa styrkt samkeppnisstöðu sína með öflugri nýsköpun og sókn á ný markaðssvæði. Á heildina litið erum við bjartsýn í upphafi árs 2012.“

 

Lykiltölur – Rekstrarreikningur
         
(í þús. evra) 2011 2011/6m 2010 2009*
Rekstrartekjur:        
Afkoma af verðbréfum -30.977 -15.165 64.851 4.992
Tekjur v/br. reikningskilaaferðar hlutdeildar-
   félags
30.107 0 0 0
Afkoma hlutdeildarfélaga 11.650 2.583 7.491 -13.116
Vaxtagjöld, nettó -12.920 -5.487 -15.873 -13.592
Gengismunur 4.763 5.531 -3.254  183
Hreinar rekstrartekjur 2.623 -12.538 53.215 -21.533
         
Rekstrargjöld:        
Laun og launatengd gjöld 934 451 836 889
Annar rekstrarkostnaður 732 370 560 1.241
Rekstrargjöld 1.666 821 1.396 2.130
         
Afkoma tímabilsins 957 -13.359 51.819 -23.663
Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé samtals -488 -190 -18.639 -7.696
Heildarafkoma tímabilsins 469 -13.549 33.180 -31.359
Hagn. á hlut, evrucent (hver hlutur 1 ISK) 0,09 -1,33 5,14 -2,35
Heildarhagn á hlut, evrucent (hver hlutur 1 ISK) 0,05 -1,34 3,29 -3,11
 
*) 2009 tölur aðlagaðar yngri tölum, þar sem gangvirðisbr. London Acquisition (Stork) er færð meðal afkomu af verðbréfum
 
 
 
Lykiltölur – Efnahagsreikningur
 
Eignir: 2011 2010 2009 2008
Handbært fé og bundnar bankainnistæður 10.474 22.758 27.526 40.732
Hlutafjárloforð 15.377 0 0 0
Fjárfestingaverðbréf 364.931 256.835 167.909 168.244
Hlutdeildarfélög 0 143.602 208.631 227.710
Afleiður og aðrar kröfur 2.282 1.201  615 12.741
Rekstrarfjármunir 2.082 2.050 2.119 2.180
Eignir samtals 395.146 426.446 406.800 451.607
         
Eigið fé og skuldir:        
Eigið fé 202.493 186.648 153.469 184.185
Afleiður og ýmsar skuldir 239 1.908 373 29.351
Lántaka 192.414 237.890 252.958 238.071
Eigið fé og skuldir samtals 395.146 426.446 406.800 451.607
         
Eiginfjárhlutfall 51,2% 43,8% 37,7% 40,8%
             

 

 

Lítilsháttar hagnaður varð af rekstri Eyris á árinu 2011 þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðir í heiminum hefðu almennt gefið eftir á árinu.  MSCI heimsvísitala hlutabréfa í evrum lækkaði um 5,2% á árinu.  Misjafn gangur var í þróun hlutabréfaverðs þar sem gengi fjármálafyrirtækja hríðféll en mörg leiðandi tæknifyrirtæki með alþjóðlega tekjustrauma og breiðan hóp viðskiptavina náðu góðum vexti í tekjum og hagnaði með tiheyrandi aukningu hluthafavirðis.

Efnahagur Eyris er traustur með 395 milljónir evra í heildareignir og 51% eiginfjárhlutfall, góða lausafjárstöðu og langtímafjármögnun.  Í desember var hlutafé Eyris aukið um 10% með útgáfu nýrra hluta. Lífeyrissjóður Verslunarmanna skráði sig fyrir allri hlutafjáraukningunni. Hlutafjárútgáfan eykur fjárfestingargetu Eyris Invest jafnframt því að breikka hluthafahóp félagsins.

Eignir Eyris eru færðar til bókar á gangvirði (fair value) eða á markaðsvirði í samræmi við uppgjörsaðferðir alþjóðlegra fjárfestingarfélaga.  Á undanförnum árum hefur Eyrir fært eignarhlut sinn í Marel með hlutdeildaraðferð.  Stjórn Eyris hefur ákveðið að færa eignarhlutinn í Marel á markaðsvirði í því skyni að gefa skýra og gagnsæja mynd af fjárhagsstöðu félagsins. Með því verður eignarhluturinn færður samkvæmt staðli IAS 39 Financial Instruments: Recognition and measurement.

Kjarnaeignir nema rúmlega 90% af heildareignum Eyris.  Hagnaður vegna hlutabréfa í Marel nemur 42 m evra.     Vegna lækkunar á hlutabréfum Össurar frá áramótum og fram að sölu er fært 10 m evra tap á árinu 2011. Bókfært virði 17% eignarhlutar Eyris í Stork lækkar um 16 m evra á árinu vegna markaðsaðstæðna í Evrópu. Hlutabréf Marel og Össurar eru skráð á Nasdaq OMX. Stork er óskráð félag, bókað á sannvirði sem metið er á grundvelli kennitalna á markaði og í viðskiptum með sambærileg félög.

Á fyrri hluta árs 2011 seldi Eyrir öll hlutabréf sín í Össuri hf.  Í árslok 2010 átti Eyrir 14% hlut í félaginu, en Eyrir var stór hluthafi í Össuri frá árinu 2004 með 20-25% eignarhlut megnið af tímanum.  Eyrir studdi vaxtastefnu Össurar ötullega og meðan Eyrir var hluthafi þrefaldaðist velta Össurar og hagnaður jókst verulega.  Fjárfestingin í Össuri skilaði gengishagnaði til Eyris á tímabilinu. 

 

Helstu viðburðir 2011

Eyrir jók eignarhlut sinn í Marel í 36% en í upphafi árs var eignarhluturinn 32%.

  • Gengi hlutabréfa Marel hækkaði upp í 79 evrusent í árslok en í upphafi árs var gengið 65 evrusent. Marel skilaði öflugum og arðsömum innri vexti á árinu. Hagnaður Marel jókst umtalsvert frá fyrra ári þökk sé auknum rekstrarhagnaði og lægri fjármagnskostnaði.
  • Eyrir hefur verið kjölfestueigandi Marel frá árinu 2005 og stutt vaxtastefnu Marel, meðal annars með verulegu hlutafjárframlagi í gegnum  hlutafjárútboð. Stjórn Marel leggur til að greiddur verði arður vegna ársins 2011 sem jafngildir 20% af rekstrarhagnaði. Slík arðgreiðsla leiðir til um 2,5 m evru arðgreiðslu til Eyris.

Eyrir á 17% hlut í Stork BV sem á og rekur Stork Technical Services  (STS) og Fokker Technologies.

  • STS óx landfræðilega á árinu 2011 með yfirtöku á RBG, sem hefur höfuðstöðvar í Skotlandi og sérhæfir sig í þjónustu við alþjóðlegan orkuiðnað. Sameinuð starfsemi RBG og STS fer nú fram undir merkjum Stork Technical Services. STS er leiðandi þjónustuaðili í umsjón og viðhaldi eigna fyrir olíu- gas- og efnaiðnað. Eftir kaupin á RBG er Stork Technical Services með starfsemi í Norðusjó, Benelux-löndunum, Kaspíahafi, Afríku, Mið-Austurlöndum og mið- og Suður-Ameríku. Starfsmenn STS eru um 14.500 og ársvelta um 1,4 milljarðar evra.
  • Á árinu 2011 fagnaði Fokker Technologies 100 ára afmæli fyrsta flugs Fokker. Heildarvelta Fokker var tæplega 700 milljónir evra og hjá félaginu starfa um 3.700 manns.

Hlutafé Eyris var aukið um 10% á árinu. Samhliða hlutafjáraukningunni stofnaði Eyrir fjárfestingarfélagið Eyrir sprotar slhf. sem fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum með megináherslu á að styðja efnileg útflutningsfyrirtæki til vaxtar og virðissköpunar.

 

Horfur

Horft fram á veginn er búist við góðum vexti og virðisaukningu í þeim atvinnugreinum sem kjölfestueignir Eyris Invest starfa í; matvæla-, orku- og flugiðnaði. Á síðastliðnum árum hafa lykilfélög Eyris stöðugt styrkt markaðsstöðu sína og eru vel í stakk búin til að njóta góðs af efnahagsbata á heimsvísu.   Afkoma getur verið breytileg frá ári til árs.

 

Frekari upplýsingar veitir:

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest

Sími: 525-0200

www.eyrir.is

 

 

Um Eyri

Eyrir Invest er alþjóðlegt fjárfestingarfélag sem leggur ríka áherslu á virka þátttöku í rekstri og stefnumörkun lykileigna  sinna.  Eyrir Invest var stofnað um mitt ár 2000.

Athygli fjárfesta er vakin á eftirfarandi

Sumar staðhæfingar í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna við birtingu hennar. Í eðli sínu fela slíkar staðhæfingar því í sér óvissu. Við vekjum þess vegna athygli fjárfesta á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í þessari tilkynningu. Tilkynningin verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar.

 


Afkoma Eyris 2011 Frettatilkynning.pdf
Eyrir Invest Financial Statement 2011.pdf