Published: 2011-12-20 18:30:34 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Icelandair Group gengur frá kaupum á 2 Boeing 757 200 vélum

Icelandair Group hefur gengið frá kaupum á tveimur Boeing 757 200 vélum sem félagið hefur haft á langtímaleigu.  Ákveðið var að kaupa vélarnar af leigusala vegna hagstæðra kjara sem félaginu bauðst.  Meginhluti kaupverðsins var fjármagnaður með rúmlega 24 milljóna dollara láni til 6 ára.  Vélarnar hafa verið í notkun í millilandaflugi Icelandair og munu halda því áfram. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group: „Miðað við áætlaðan notkunartíma vélanna þá bæta kaupin afkomu félagsins og á þeim forsendum var ákvörðunin tekin.“

Nánari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801