Published: 2011-12-14 15:43:25 CET
Hagar hf.
Fyrirtækjafréttir

Endanleg niðurstaða hlutafjárútboðs Haga hf.

30% hlutur í Högum hf. seldur á 4,9 milljarð króna

 

Almennu útboði á hlutabréfum í Högum hf. lauk klukkan 16.00 þann 8. desember síðast liðinn og var niðurstaða útboðsins birt að morgni 9. desember, en fjárfestar fengu rétt til og með 13. desember til að falla frá áskrift sinni vegna birtingu viðauka við lýsingu dagsetta 26. nóvember 2011.

 

Einn fjárfestir féll frá áskrift sinni sem var að andvirði 500.000 krónur. Það hefur óveruleg áhrif á áður tilkynnta niðurstöður útboðsins og hefur ekki áhrif á úthlutun. Endanleg stærð útboðsins, að teknu tilliti til framangreinds, nemur 30% af útgefnu hlutafé Haga hf. og heildarsöluandvirði útboðsins nemur 4.931 milljónum króna.