Published: 2011-12-06 17:33:08 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur nóvember 2011

Sætanýting Icelandair í nóvember var 77% og jókst um 2,8 prósentustig á milli ára

Farþegar Icelandair voru 104 þúsund í nóvember og fjölgaði þeim um 10% frá nóvember á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára í nóvember var 8% og sætanýtingin nam 77,0% og jókst um 2,8 prósentustig frá síðasta ári. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum félagsins, en þó mest á ferðmannamarkaðinum til Íslands þar sem aukningin nam 11%.

Flugfélag Íslands flutti 27 þúsund farþega í nóvembermánuði og fækkaði þeim um 1% á milli ára. Seldum tímum í leiguflugi fækkaði á milli ára um 9%. Fraktflutningar jukust um 14% miðað við nóvember á síðasta ári.

Framboðnar gistinætur hjá Flugleiðahótelunum voru alls 17.850 í nóvember og jukust um 11% á milli ára. Herbergjanýtingin var 55,9% og jókst um 3 prósentustig miðað við sama mánuð á síðasta ári.

  

ICELANDAIR NOV 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Number of Passengers 104,425 10% 1,643,927 18%
Load Factor 77.0% 2.8 ppt 79.6% 0.9 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 384,966 8% 5,793,077 19%
         
AIR ICELAND NOV 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Number of Passengers 27,072 -1% 328,377 3%
Load Factor 67.4% -1.9 ppt 69.5% 0.8 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 12,546 1% 168,116 8%
         
CAPACITY NOV 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Fleet Utilization 93.8% -6.2 ppt 93.1% -1.0 ppt
Sold Block Hours 2,429 -9% 31,638 1%
         
ICELANDAIR CARGO NOV 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Available Tonne KM (ATK´000) 12,682 13% 156,814 13%
Freight Tonne KM (FTK´000) 7,061 14% 70,422 7%
         
ICELANDAIR HOTELS NOV 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Available Hotel Room Nights 17,850 11% 235,147 7%
Sold Hotel Room Nights 9,977 18% 164,113 9%
Utilization of Hotel Rooms 55.9% 3.0 ppt 69.8% 1.8 ppt

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data November2011.pdf