English Icelandic
Birt: 2011-11-08 17:19:02 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur október 2011

Farþegar Icelandair á fyrstu 10 mánuðum ársins 60 þúsund fleiri en allt árið í fyrra

Farþegar Icelandair voru 146 þúsund í október og fjölgaði þeim um 13% frá október á síðasta ári.  Framboðsaukning á milli ára í október var 18% og sætanýtingin í október á þessu ári nam 81,5% og lækkaði lítillega frá sama mánuði í fyrra. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum félagsins, en fjölgunin var mest á ferðmannamarkaðinum til Íslands þar sem aukningin nam 18%.  Icelandair flutti samtals 1.540 þúsund farþega á fyrstu 10 mánuðum ársins 2011, sem eru 60 þúsund fleiri farþegar en Icelandair flutti allt árið 2010.

Flugfélag Íslands flutti 29 þúsund farþega í októbermánuði og fækkaði þeim um 4% á milli ára. Sætanýting Flugfélagsins nam 67,6%.  Seldum tímum í leiguflugi fækkaði á milli ára um 13%. Frakt jókst um 7% miðað við október á síðasta ári.

Framboð á gistinóttum hjá Flugleiðahótelunum jókst um 12% á milli ára og herbergjanýtingin var 63,4%.

  

ICELANDAIR OCT 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 146,235 13% 1,539,502 19%
Load Factor (%) 81.5% -0.9 ppt 79.8% 0.8 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 514,649 18% 5,407,289 20%
         
AIR ICELAND OCT 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Number of Passengers (PAX) 29,387 -4% 301,305 3%
Load Factor (%) 67.6% -4.0 ppt 69.6% 1.1 ppt
Available Seat KM (ASK´000) 14,078 7% 155,570 9%
         
CAPACITY OCT 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Fleet Utilization (%) 100.0% 4.0 ppt 93.1% -0.4 ppt
Sold Block Hours 2,561 -13% 29,164 2%
         
ICELANDAIR CARGO OCT 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Available Tonne KM (ATK´000) 14,343 12% 144,609 11%
Freight Tonne KM (FTK´000) 7,061 7% 62,752 2%
         
ICELANDAIR HOTELS OCT 11 CHG (%) YTD 11 CHG (%)
Available Hotel Room Nights 18,445 12% 217,297 6%
Sold Hotel Room Nights 11,688 19% 154,136 9%
Utilization of Hotel Rooms 63.4% 3.8 ppt 70.9% 1.8 ppt

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data October2011.pdf