Published: 2011-11-07 10:52:13 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Framtakssjóður Íslands býður 10% hlutafjár í Icelandair Group til sölu

Tilkynning frá Framtakssjóði Íslands

Framtakssjóður Íslands hefur falið Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. að hafa umsjón með sölu á 10% hlutafjár í Icelandair Group. Hlutaféð er boðið til sölu til fagfjárfesta með áskriftarfyrirkomulagi. Lágmarksverð er kr. 5,42 á hlut sem er dagslokagengi á síðasta viðskiptadegi, föstudaginn 4. nóvember. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl.  18.00 mánudaginn 7. nóvember, 2011.