English Icelandic
Birt: 2011-10-03 14:16:44 CEST
Orkuveita Reykjavíkur
Fyrirtækjafréttir

Framvinda aðgerðaáætlunar OR og eigenda á áætlun

Reykjavik, 2011-10-03 14:16 CEST -- Aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og eigenda vegna fjárhagsvanda OR (Planið) var kynnt 29. mars 2011. Í henni fólust margháttaðar aðgerðir og er framvinda þeirra á fyrri helmingi ársins 2011 á áætlun.

Heildarárangur H1 er um 312 mkr. umfram áætlun tímabilsins. Mestur árangur er í lækkun fjárfestinga í veitukerfum auk þess sem flestir þættir verkefnisins ganga vel. Einstakir liðir Plansins eru skýrðir nánar í töflunni að neðan. Í henni koma fram áætlaðar heildarfjárhæðir vegna alls ársins 2011 og framvinda til árshlutauppgjörs eftir fyrstu sex mánuði ársins. 

Áhrif ytri breyta eru neikvæð sem nemur 129 mkr. á tímabilinu. Nettó niðurstaða Plansins er því jákvæð sem nemur 183 mkr.

 

Planið Planið 2011 Raun 2011 1H
Frestun fjárfestinga vegna fráveitu 0 89.273
Lækkun fjárfestinga í veitukerfum 1.205.000 595.616
Lækkun annarra fjárfestinga 250.000 121.869
Hækkun gjaldskrár 1.122.000 285.239
Lækkun rekstrarkostnaðar 300.000 44.791
Eignasala 1.000.000 123.128
Víkjandi lán frá eigendum 8.000.000 7.925.360
Samtals 11.877.000 9.185.276
Eignasala skv. áður samþ. fjárhagsáætlun -375.000 -124.875
Samtals 11.502.000 9.060.401

 Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna.