Icelandic
Birt: 2011-08-31 18:17:31 CEST
Byggðastofnun
Reikningsskil

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2011

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2011, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 31. ágúst 2011.

Hagnaður tímabilsins nam 14,8 mkr. Samkvæmt árshlutareikningnum er eigið fé stofnunarinnar neikvætt um 483 mkr.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2011

  • Hagnaður stofnunarinnar á tímabilinu nam 14,8 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 332 mkr. eða 47,5% af vaxtatekjum, samanborið við 259,2 mkr. (35,2% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2010.
  • Rekstrartekjur námu 196 mkr.
  • Almenn rekstrargjöld námu 239,3 mkr., samanborið við 246,3 mkr. á sama tímabili 2010
  • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 273,9 mkr.
  • Eignir námu 16.993 mkr. og hafa lækkað um 1,5 mkr. frá áramótum. Þar af voru útlán og fullnustueignir 14.383 mkr.
  • Skuldir námu 17.270 mkr. og hafa hækkað um  11 mkr. frá áramótum.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 227,6 mkr.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er -2,41% en skal að lágmarki vera 8%

Um árshlutareikninginn

Hagnaður tímabilsins nam 14,8 mkr. samanborið við 991,7 mkr. tap á sama tímabili 2010. Skýrist þetta fyrst og fremst með lægri framlögum á afskriftarreikning útlána og gengishagnaði upp á 41,6 mkr. í stað 118 mkr. gengistaps árið 2010. Framlög á rekstrarreikning námu 273,4 mkr. samanborið við 1.102 mkr. á sama tímabili 2010.

Hreinar vaxtatekjur námu 332 mkr. og hafa hækkað um 28% frá sama tímabili 2010. Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 47,5% af vaxtatekjum.

Horfur

Í lok tímabilsins stóðst stofnunin ekki eiginfjárkröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Það leiðir til þess að ríkissjóður verður sem eigandi stofnunarinnar að taka til þess afstöðu á síðari hluta ársins hvort halda beri starfseminni áfram í óbreyttri mynd, og þar með nýju eigin fé.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is


Arshlutauppgjor 2011.06.30.pdf
Frettatilkynning v arshlutauppgjors 2011.pdf