English Icelandic
Birt: 2011-08-24 17:18:52 CEST
Orkuveita Reykjavíkur
Reikningsskil

Árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur 1. janúar til 30. júní 2011

Regluleg starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skilaði betri afkomu fyrstu sex mánuði þessa árs en í fyrra. Það má rekja til aukinna tekna og aðhalds í rekstri. Handbært fé frá rekstrinum nam 8,9 milljörðum króna og hækkaði um rúma 2 milljarða króna frá sama tímabili 2010.

Vegna óhagstæðrar gengisþróunar á fyrri helmingi ársins 2011 voru fjármagnsliðir neikvæðir. Þetta gerðist þrátt fyrir hækkun álverðs á tímabilinu, sem eykur bókfært virði innbyggðra afleiða vegna raforkusölusamninga OR til stórnotenda. Hækkun á bókfærðum skuldum vegna tæplega 6% gengislækkunar á tímabilinu vó þyngra.

Tap á fyrri hluta ársins 2011 nam 3.822 milljónum króna samanborið við 5.118 milljóna hagnað á sama tímabili 2010, þegar gengisþróun var hagfelldari en nú.

Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2011 var samþykktur og áritaður af stjórn og forstjóra á fundi stjórnar í dag.

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

„Það hefur náðst talsverður árangur í lækkun rekstrarkostnaðar hjá fyrirtækinu. Launagreiðslur hafa lækkað, bifreiðakostnaður sömuleiðis og dregið hefur verulega úr fjárfestingum í veitukerfunum. Halda þarf áfram á þeirri braut. Áhrif gengis íslensku krónunnar eru hins vegar neikvæð og skyggja á árangur í rekstri. Enn eru því ærin verkefni framundan.“

Helstu niðurstöður tímabilsins 1. janúar til 30. júní 2011

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkurskilaði 3.822 milljóna króna tapi fyrstu sex mánuði ársins 2011 samanborið við 5.118 milljóna króna hagnað á sama tímabili árið 2010.

Rekstrartekjur tímabilsins námu 16.676 milljónum króna en voru 13.561 milljón króna á sama tímabili árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisinsfyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, var 10.512 milljónir króna en 7.056 milljónir króna sama tímabil árið áður.

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 11.154 milljónir króna á tímabilinu, en voru jákvæðir um 2.913 milljónir króna sama tímabil árið áður.

Heildareignir þann 30. júní 2011 voru 293.092 milljónir króna en voru 286.540 milljónir króna 31. desember 2010.

Heildarskuldir fyrirtækisins þann 30. júní 2011 voru 243.607 milljónir króna en voru 233.694 milljónir króna í árslok 2010.

Eigið fé þann 30. júní 2011 var 49.485 milljónir króna en var 52.847 milljónir króna 31. desember 2010.

Eiginfjárhlutfall var 16,9% þann 30. júní 2011 en var 18,4% í árslok 2010.

 

Ýmis mál og horfur

Í mars 2011 samþykktu stjórn fyrirtækisins og eigendur þess aðgerðaáætlun til áranna 2011-2016 vegna fjárhagsvanda OR. Hún felur í sér verulegan samdrátt og frestun fjárfestinga, lækkun rekstrarkostnaðar, sölu eigna, hækkun gjaldskrár og víkjandi lán frá eigendum til fyrirtækisins. Framvinda aðgerðanna er á áætlun.

Áformað er að ljúka smíði Hellisheiðarvirkjunar á árinu 2011 og taka í notkun 5. áfanga hennar, framleiðslu á 90 MW rafafls, síðla árs.

 

 

Orkuveita Reykjavíkur - árshlutauppgjör 1. janúar til 30. júní 2011    
         
Allar tölur eru í milljónum kr.   2011   2010
Rekstrarreikningur   1.1.-30.6   1.1.-30.6
         
Rekstrartekjur   16.676   13.561
Rekstrargjöld   (6.164)   (6.505)
Rekstrarhagn. f. afskr. (EBIDTA)   10.512   7.056
Afskriftir   (4.136)   (3.902)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)   (11.154)   2.913
Áhrif hlutdeildarfélaga   (5)   25
(Tap) hagnaður fyrir skatta   (4.784)   6.092
Tekjuskattur   962   (974)
(Tap) hagnaður tímabilsins   (3.822)   5.118
         
Skipting (taps) hagnaðar        
Eigendur móðurfyrirtækisins   (3.822)   5.118
Hlutdeild minnihluta   0   0
(Tap) hagnaður tímabilsins   (3.822)   5.118
         
Handbært fé frá rekstri   8.928   6.868
         
     
         
Efnahagsreikningur   30.6.2011   31.12.2010
         
Fastafjármunir   281.587   278.270
Veltufjármunir   11.505   8.270
Eignir   293.092   286.540
         
Eigið fé   49.485   52.847
Langtímaskuldir og skuldbindingar   220.468   212.162
Skammtímaskuldir   23.139   21.531
Eigið fé og skuldir   293.092   286.540
         
Kennitölur        
 Veltufjárhlutfall   0,50   0,38
 Eiginfjárhlutfall   16,9%   18,4%

 

         Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í síma 516-7707.


Orkuveita Reykjavikur - samsta_30 6 2011.pdf