Icelandic
Birt: 2011-04-28 14:41:35 CEST
Ríkisútvarpið ohf.
Reikningsskil

Samandreginn árshlutareikningur RÚV 01.09.2010 - 28.02.2011

Jákvæð niðurstaða

Hagnaður af rekstri RÚV á reikningstímabilinu 1. september 2010 til 28. febrúar 2011 var 257 m.kr. Samkvæmt efnahagsreikningi var verðmæti eigna í lok tímabilsins 5.920 m.kr., skuldir námu 4.942 m.kr. og eigið fé 978 m.kr. Eiginfjárhlutfall félagsins var 16,5%.

 

Afkoma félagsins er um 52 m.kr. betri en áætlun rekstrarársins. Hún gerði ráð fyrir um 205 m.kr. hagnaði fyrri hluta rekstrarársins en um 200 m.kr. tapi seinni helming þess, þannig að rekstur ársins í heild yrði í jafnvægi. Þessi mikli munur á fyrri og seinni hluta rekstrarársins skýrist af tvennu. Annars vegar er það eðli starfseminnar að afkoman sé betri fyrstu sex mánuði rekstrarársins þar sem stærstu tekjumánuðir í auglýsingum eru á því tímabili. Hins vegar er munurinn milli árshluta nú óvenjumikill vegna þess að þjónustutekjur lækkuðu um rúmlega 21 m.kr. á mánuði frá og með janúar 2011. Þær verða því 85 m.kr. lægri á seinnihluta rekstrarársins sem ýkir venjubundna sveiflu milli árshlutanna. 

Árshlutareikningurinn er í viðhengi. 


Rikisutvarpi ohf arshlutareikningur 1 9 2010_28 2 2011.pdf