English Icelandic
Birt: 2011-03-29 17:15:00 CEST
Orkuveita Reykjavíkur
Reikningsskil

Ársreikningur Orkuveitu Reykjavíkur 2010

Ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir árið 2010 var samþykktur á fundi stjórnar í dag.

Stjórn hefur ákveðið, í samstarfi við eigendur fyrirtækisins, að grípa til aðgerða til að tryggja fjármögnun þess. Tilefni þeirra er sá lausafjárskortur sem blasti við í rekstri OR. Við honum er brugðist með samdrætti og frestun fjárfestinga, hagræðingu, sölu eigna, hækkun gjaldskrár og víkjandi lánum frá eigendum fyrirtækisins. Með aðgerðunum er fjárþörf OR á árabilinu 2011-2016 brúuð. Send er út sérstök tilkynning um aðgerðirnar.

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR:

„Orkuveita Reykjavíkur þarf að breyta áherslum í rekstri og einbeita sér að kjarnahlutverki sínu, veitustarfseminni. Sú erfiða fjárhagsstaða sem fyrirtækið er í er til marks um þörfina á breytingum..“

Helstu niðurstöður ársins 2010

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur skilaði 13.729 milljóna króna hagnaði árið 2010 samanborið við 2.516 milljóna króna tap á árinu 2009.

Rekstrartekjur ársins námu 27.916 milljónum króna en voru 26.013 milljónir króna árið áður.

Hagnaður fyrirtækisins fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, var 13.951 milljón króna samanborið við 12.970 milljónir króna árið áður.

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 10.753 milljónir króna á árinu, en voru neikvæðir um 8.843 milljónir króna árið 2009.

Heildareignir þann 31. desember 2010 voru 286.540 milljónir króna en voru 281.526 milljónir króna 31. desember 2009.

Eigið fé þann 31. desember 2010 var 52.847 milljónir króna en var 40.657 milljónir króna 31. desember 2009.

Heildarskuldir fyrirtækisins þann 31. desember 2010 voru 233.694 milljónir króna en voru 240.868 milljónir króna í árslok 2009.

Eiginfjárhlutfall var 18,4% þann 31. desember 2010 en var 14,4% í árslok 2009.

 

Ýmis mál og horfur

Stjórn OR samþykkti í ágúst 2010 að treysta tekjustraum fyrirtækisins með hækkun gjaldskrár og mörkun gjaldskrárstefnu ásamt hagræðingu í rekstri. Þá tilkynnti fyrirtækið í dag um aðgerðaáætlun OR og eigenda vegna fjárhagsvanda fyrirtækisins og nær hún til áranna 2011-2016.

Áformað er að ljúka smíði Hellisheiðarvirkjunar á árinu 2011 og taka í notkun 5. áfanga hennar, framleiðslu á 90 MW rafafls, síðla árs.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, í síma 516-7707.

 

 

Orkuveita Reykjavíkur - ársreikningur      
         
Allar tölur eru í milljónum kr.        
         
Rekstrarreikningur   2010   2009
         
Rekstrartekjur   27.916   26.013
Rekstrargjöld   (13.964)   (13.042)
Rekstrarhagn. f. afskr. (EBIDTA)   13.951   12.970
Afskriftir   (7.962)   (7.814)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)   10.753   (8.843)
Áhrif hlutdeildarfélaga   24   (228)
Hagnaður (tap) fyrir skatta   16.766   (3.914)
Tekjuskattur   (3.037)   1.398
Hagnaður (tap) ársins   13.729   (2.516)
         
Skipting hagnaðar (taps)         
Eigendur móðurfyrirtækisins   13.729   (2.539)
Hlutdeild minnihluta   0   23
Hagnaður (tap) ársins   13.729   (2.516)
         
Handbært fé frá rekstri   11.588   8.429
         
     
         
Efnahagsreikningur   31.12.2010   31.12.2009
         
Fastafjármunir   278.270   272.927
Veltufjármunir   8.270   8.598
Eignir   286.540   281.526
         
Eigið fé   52.847   40.657
Langtímaskuldir og skuldbindingar   212.162   221.780
Skammtímaskuldir   21.531   19.088
Eigið fé og skuldir   286.540   281.526
         
Kennitölur        
 Veltufjárhlutfall   0,38   0,45
 Eiginfjárhlutfall   18,4%   14,4%

         Bjarni Bjarnason forstjóri OR. Sími: 516 7707


Asreikningur samstu Orkuveitu Reykjavikur 2010.pdf