Published: 2010-12-14 16:45:53 CET

Uppgjör Nýherja hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2010

Leiðrétting - Frétt birt 2010-10-22 18:42:15 CEST

Leiðrétting:

Í ókönnuðum árshlutareikningi sem birtur var 22. október sl. var samtala fyrir hagnað tímabilsins og rekstrarliði sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi í rekstrarhreyfingum of lág um 210 millj. kr. Jafnframt var breyting á viðskiptakröfum og öðrum skammtímakröfum röng um sömu fjárhæð. Villan hafði ekki áhrif á handbært fé frá rekstri á tímabilinu eða sjóðstreymisyfirlitið að öðru leyti. Meðfylgjandi er tafla sem sýnir leiðréttinguna.

Endurskoðendur Nýherja hf. hafa lokið könnun á árshlutareikningi samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2010. Meðfylgjandi er árshlutareikningurinn með árituninni. Ekki hafa orðið aðrar breytingar á áður birtum árshlutareikningi en þær að leiðrétt er villa í sjóðstreymisyfirliti.

 


Nýherji árshlutar 30 9 2010 14 12 2010.pdf
Sjóðstreymi 30 9 2010 leiðrétting.xls