English Icelandic
Birt: 2010-12-07 17:42:02 CET
Síminn hf.
Reikningsskil
9 mánaða uppgjör Skipta hf.
7. desember,  2010

Afkoma Skipta hf. á fyrstu 9 mánuðum 2010
- Hagnaður nam
4,4 milljörðum króna

•Sala nam 26,9 milljörðum króna samanborið við 29,8
milljarða á sama tímabili
árið áður. 

•Hagnaður Skipta á fyrstu 9 mánuðum
ársins nam 4,4 milljörðum króna sem
skýrist einkum af söluhagnaði vegna sölu á
erlendum eignum og gengisþróun
íslensku krónunnar. Tap á sama tímabili árið
2009 var 1,6 milljarðar króna. 

•Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði (EBITDA) nam 5,1
milljörðum króna samanborið við 7,1 milljarð
fyrir sama tímabil 2009. EBITDA
hlutfall var  19%.
 
•Handbært fé frá
rekstri án vaxta og skatta nam 5,3 milljörðum króna
samanborið við 7,1
milljarða á sama tímabili árið áður. Eftir vexti og skatta
nam handbært fé frá
rekstri 3,1 milljarði króna. 

•Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 2,4 milljarða
króna og þar af nemur
gengishagnaður 1,3  milljörðum króna. 

•Vaxtaberandi
skuldir að frádregnum innistæðum (nettó vaxtaberandi skuldir)
námu 43,5
milljörðum króna við lok tímabilsins en voru 52,8 milljarðar á sama
tíma ári
áður og hafa því lækkað um 9,3 milljarða króna.
 
•Eigið fé Skipta er 29,2
milljarðar króna og eiginfjárhlutfall er 26%.

•Skipti hf. hafa í öllum
meginatriðum lokið samningum við lánardrottna
félagsins og er vinna við
skjalagerð á lokastigi. Í samkomulaginu felst meðal
annars að Skipti greiða
niður alls um 19 milljarða króna af lánum félagsins.
Eftir að sú greiðsla
hefur verið innt af hendi fer eiginfjárhlutfall Skipta í
um 31%.
 
•Skipti
hafa selt Já upplýsingaveitur. Söluhagnaður Skipta af viðskiptunum
nemur um
1,3 milljörðum króna sem mun færast til bókar á fjórða ársfjórðungi
2010.
Greitt er fyrir hlutinn með reiðufé. Þegar Skipti hafa greitt
afrakstur
sölunnar inn á lán félagsins mun eiginfjarhlutfall Skipta verða um
33%. 


Helstu niðurstöður í rekstri fyrstu níu mánuði ársins
2010

Reikningsskilaaðferðir

Hér er um óendurskoðað uppgjör að ræða.
Reikningsskilaaðferðir eru þær sömu og
beitt var við gerð ársreiknings 31.
desember 2009 og árshlutareiknings ársins
2010. Sirius IT er inni í bókum
Skipta til 22. júlí 2010 þegar lokið var við
sölu félagsins en Sirius IT var
inni í bókum Skipta allt tímabilið 2009. 


Rekstur

Salan á fyrstu 9
mánuðum árs 2010 nam 26.903 m.kr. samanborið við 29.814 m.kr.
á sama tímabili
árið áður, sem er 9,8% samdráttur. Rekstur Sirius IT er inni í
bókum félagsins
til 22.júlí 2010 en var inni allt árið í fyrra. Þá var rekstur
Aerofone í
Bretlandi í bókum 2009 en ekki 2010. 

Rekstrarhagnaður samstæðunnar fyrir
afskriftir (EBITDA) var 5.113 m.kr. miðað
við 7.069 m.kr. á sama tímabili árið
áður. EBITDA hlutfallið er nú 18,8%
samanborið við 23,3 % á sama tímabili árið
áður.. 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT), án
virðisrýrnunar, nam
2.092 m.kr. samanborið við 4.115 m.kr. á sama tímabili
árið áður. 

Afskriftir félagsins námu 3.022 m.kr. á fyrstu 9 mánuðum ársins
samanborið við
3.668 m.kr. fyrir sama tímabil 2009.  Á árinu 2009 nam
gjaldfærsla vegna
virðisrýrnunar eigna 715 m.kr. á tímabilinu. 

Hagnaður
samstæðunnar eftir skatta nam 4.347 m.kr. samanborið við 1.637 m.kr.
tap á
sama tímabili 2009. Hagnaðurinn nú skýrist einkum af söluhagnaði vegna
sölu á
norræna upplýsingatæknifyrirtækinu Sirius IT og gengisþróun íslensku
krónunnar
á tímabilinu. 


Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta
var 5.264 m.kr. yfir tímabilið.  Á
sama tímabili í fyrra var handbært fé frá
rekstri án vaxta og skatta 7.090
m.kr. 

Fjárfestingar samstæðunnar í
varanlegum rekstrarfjármunum (CAPEX) námu 2.158
m.kr. á tímabilinu en námu
2.228 m.kr. fyrir sama tímabil 2009. 


Efnahagur

Heildareignir
samstæðunnar námu 112.672 m.kr. 30.september 2010 og minnkuðu
eignir um tæp 7
% eða um 8.025 m.kr. frá 31.12.2009. 

Eigið fé félagsins nam 29.200 m.kr. í
lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall var
25,9 %. 


Nánari upplýsingar um
uppgjörið veita:
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri, sími 550-6003.
Pétur Þ.
Óskarsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs, sími 863-6075.


Um Skipti
hf.

Skipti reka fyrirtæki sem starfa einkum á sviði fjarskipta og
upplýsingatækni,
á Íslandi og erlendis. Hlutverk Skipta er að sinna
sameiginlegri þjónustu
fyrirtækjanna á einum stað, með hagræði og
sveigjanleika að leiðarljósi. Þannig
skapar Skipti stjórnendum og starfsfólki
dótturfélaganna svigrúm til þess að
einbeita kröftum sínum að því að ná
hámarksárangri í krefjandi
rekstrarumhverfi. Innan samstæðunnar eru Síminn,
Míla, Já (selt í nóvember
2010)  Skjárinn, Sensa, Tæknivörur, Staki, On-Waves
og Radiomiðun. Erlendis
rekur Skipti fjarskiptafélagið Síminn Danmark  í
Danmörku.
 


skipti 30 9 2010.pdf
tafla - frettat 30 09 10 v1.pdf
tafla - frettat 30 09 10 v2.pdf