Published: 2010-08-31 19:06:46 CEST
Eik fasteignafélag hf. - Reikningsskil
Sex mánaða árshlutauppgjör 2010
Eik fasteignafélag hf. birtir í dag árshlutauppgjör sitt að loknum
stjórnarfundi þar sem árshlutareikningur félagsins var samþykktur. 

Hagnaður fyrirtækisins var 105,7 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

• Velta var 832,2 milljónir króna, sem er 8% samdráttur frá fyrra ári.
• EBITDA var 595 milljónir króna, sem er 10% samdráttur.
• Arðsemi eiginfjár á ársgrundvelli var 16,5%, samanborið við -29,4% árið á
undan. 
• Heildareignir félagsins voru að andvirði 20,1 milljarður króna.
• Víkjandi fjármagn, þ.e. eigið fé, víkjandi lán og tekjuskattsskuldbindingar,
var að andvirði 2,54 milljörðum króna. 
• Hlutfall víkjandi fjármagns var 12,6%.
• Handbært fé frá rekstri var 278,6 milljónir króna samanborið við 193,3
milljónir í fyrra. 

Eins og áður hefur komið fram er félagið að fara í gegnum fjárhagslega
endurskipulagningu.  Gert er ráð fyrir að fljótlega náist sátt meðal allra
óveðtryggðra kröfuhafa, þar með talið eigendur í skuldabréfaflokki EIK 05 1, um
að breyta kröfum sínum í hlutafé.  Beðið er niðurstaðna veðtryggðra kröfuhafa
um skuldbreytingar.  Gangi allar skuldbreytingarnar eftir benda áætlanir
félagsins til þess að staða félagsins verði góð. 

Frekari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar fasteignafélags hf.
S. 590 2200 / 861 3027


2010.06.30 fréttatilkynning vegna 6 mánaða uppgjörs..pdf
2010.06.30 árshlutareikningur.pdf