Published: 2010-06-01 19:38:33 CEST
Eik fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir
Tilkynningar Eikar fasteignarfélags hf. vegna rammasamkomulags við kröfuhafa.
Vegna tilkynningar um samkomulag við kröfuhafa vill Eik fasteignafélag hf. taka
fram að kröfuhafar sem samþykkt hafa fyrrgreint rammasamkomulag eru eigendur
skuldabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands, með einkennið EIK 05 1. Alls hafa
samþykkt samkomulagið eigendur skuldabréfa sem fara með 86,5% af heildarfjárhæð
krafna samkvæmt skuldabréfum með einkennið EIK 05 1.  Samkomulagið er með
fyrirvörum, eins og áður hefur komið fram, en gangi það eftir munu eigendur
skuldabréfa, með einkennið EIK 05 1, eignast 75% hlutafjár í félaginu. 
Fyrrgreint samkomulag við kröfuhafa gildir til 1. september 2010 og stefna
aðilar að því að ganga frá endanlegum samningi á grundvelli fyrrgreinds
samkomulags fyrir þann tíma. 

Frekari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson
Forstjóri
Sími 590-2200