Published: 2010-06-01 11:48:25 CEST
Eik fasteignafélag hf. - Fyrirtækjafréttir
Eik fasteignafélag hefur skrifað undir rammasamkomulag við kröfuhafa.
Eik fasteignafélag hefur skrifað undir rammasamkomulag við kröfuhafa sem eiga
um 75% af óveðtryggðum kröfum í félagið miðað við áramótastöðu, að þeim
kröfuhöfum undanskildum sem eru með víkjandi eða rekstrartengdar kröfur.
Samkomulagið felur í sér skuldbreytingu krafna í hlutafé. 

Rammasamkomulagið er með fyrirvara um samþykki annarra óveðtryggðra kröfuhafa,
samþykki lánastofnana fyrir skuldbreytingu á veðlánum og áreiðanleikakönnun. 

Frekari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson
Forstjóri
Sími 590-2200