English Icelandic
Birt: 2009-11-16 15:40:02 CET
HS Orka hf.
Reikningsskil
- Árshlutareikningur 30. september 2009
HS Orka hf. kynnir hækkun í afkomu og eiginfjárhlutfalli			
				
HS Orka hf.
- Árshlutareikningur 30. september 2009				
				
Árshlutareikningur HS Orku
hf. var samþykktur á fundi stjórnar í dag, 16.
nóvember 2009.				

				
Vegna sérstakra aðstæðna og að beiðni hlutahafa birtir félagið nú 9
mánaða
uppgjör en hefur hingað til eingöngu birt ársuppgjör og
hálfsársuppgjör.				 
				
Helstu atriði				
				
Heildarafkoman var á
tímabilinu jákvæð um 2.641 m.kr. 				
Eiginfjárhlutfall var 23,0% en var 16,3%
í upphafi ársins. 				
				
Frá upphafi reikningsskilatímabilsins hefur
álverð hækkað þannig að
framtíðarvirði álverssamninga (gangvirðisbreytingar
innbyggðra afleiða) hefur
hækkað um rúmlega 2,2 milljarða. Á móti kemur
gengistap á sama tíma um  1,2 
milljarða kr.
 				 
Birtar
samanburðarfjárhæðir eru 12 mánaða tímabil 2008 en ekki 9 mánaða og eru
því
ekki samanburðarhæfar. Þetta orsakast af erfiðleikum við að
útbúa
samanburðarfjárhæðir fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2008 þar sem félaginu
var
skipt í tvö félög í desember 2008. Þar sem HS Veitur hf. tóku
yfir
sérleyfisstarfssemi Hitaveitu Suðurnesja hf. Starfsemi sem nú tilheyrir
HS
Veitum hf. er birt sem aflögð starfsemi í birtum samanburðartölum
í
árshlutareikningi félagsins. 
				
Hagnaður félagsins á tímabilinu nam
2.226 millj. kr., samanborið við tap að
fjárhæð 11.682 millj. kr. allt árið
2008. Þegar tekið er tillit til tekna og
gjalda sem færð eru á eigið fé er
heildarhagnaður tímabilsins 2.614 millj. kr.
samanborið við tap að fjárhæð 
4.744 millj. kr. á árinu 2008. 			 
				
Samkvæmt yfirliti um heildarafkomu
námu rekstrartekjur HS Orku hf. á tímabilinu
4.357 millj. kr., en voru 5.425
millj. kr. á allt árið áður. Vænt hækkun
rekstrartekna allt árið 2009  nemur
7% frá árinu 2008. Hækkun tekna er að hluta
til vegna þjónustutekna vegna
veittrar þjónustu til HS Veitna hf., en félögin
hafa gert þjónustusamning sín
á milli þar að lútandi. 
				
Framleiðslukostnaður og kostnaðarverð sölu nam
3.024 millj. kr., samanborið við
3.066 millj. kr. allt árið áður.  Hækkun
framleiðslukostnaðar og kostnaðarverðs
sölu stafar mest megnis vegna fyrstu
hreinsunar borhola á Reykjanesi auk
kostnaðar vegna veittrar þjónustu við HS
Veitur hf.				 
				
Í júlí 2009 seldi félagið land og hitaréttindi til
Reykjanesbæjar.
Söluverðmætið nam 854 millj. kr. og söluhagnaður nam 784
millj. kr. 		 
				
Annar rekstrarkostnaður nam 382 millj. kr. samanborið við
376 millj. kr. allt
árið áður. Meðal annars rekstrarkostnaðar er virðisrýrnun
óefnislegra eigna að
fjárhæð 142 millj. kr. Annar rekstrarkostnaður án
virðisrýrnunar nam 240 millj.
kr. Vegna núverandi markaðsaðstæðna búast
stjórnendur félagsins við að
framtíðarverkefnum félagsins verði frestað og
eftir mat endurheimtanlegrar
fjárhæðar þróunarkostnaðar virðisrýrði félagið að
fullu þróunarkostnað vegna
Hallkellshóla. 
				 
Hrein fjármagnsgjöld voru
615 millj. kr. á tímabilinu samanborið við hrein
fjármagnsgjöld að fjárhæð
15.516 millj. kr. allt árið áður.  Veiking íslensku
krónunnar gagnvart
erlendum gjaldmiðlum leiddi til 1.225 millj. kr. gengistaps,
en allt árið áður
nam gengistap 10.408 millj. kr. Vaxtagjöld námu 791 millj.
kr. fyrstu 9 mánuði
ársins 2009 miðað við 1.037 millj. kr. allt árið áður.
Enginn
fjármagnskostnaður var eignfærður á árinu samanborið við 34 millj. allt
árið
áður. Tekjur af gangvirðisbreytingum innbyggðra afleiða félagsins námu
2.157
millj. kr. á tímabilinu samanborið við gjöld að fjárhæð 2.687 millj. kr.
allt
árið áður.  	 
				
Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga nam 229 millj. kr.
samanborið við tap að
fjárhæð 264 millj. kr. allt árið áður. Þýðingarmunur
hlutdeildarfélaga var
jákvæður um 415 millj. kr. og er færður meðal annarrar
heildarafkomu.
Þýðingarmunurinn er tilkominn vegna breytingar á
uppgjörsmynt
hlutdeildarfélags. 
				 
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir
HS Orku hf.  þann 30. september 2009
bókfærðar á 37.750 millj. kr. Eignir
hækkuðu um 871 millj. kr. frá ársbyrjun.	 
				
Skuldir HS Orku hf. nema
28.774 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, þar af
eru skammtímaskuldir
5.581 millj. kr.  Skuldir hafa lækkað um 1.770 millj. kr.
frá áramótum. Af því
nemur lækkun langtímaskulda 7 millj. kr. Skammtímaskuldir
lækka um 1.762
millj. kr., sem skýrist að mestu leyti af greiðslu vaxtaberandi
skammtímalána
og greiðslu skammtímaskulda vegna framkvæmdakostnaðar. 		 
				
Félagið
uppfyllir ekki fjárhagsskilyrði í lánasamningum um lágmarks
eiginfjárhlutfall
og rekstrarhlutföll. Félagið hefur nú náð samkomulagi við NIB
(Norræna
fjárfestingabankann) og CEB (Þróunarbanka Evrópu) og samkomulag við
EIB
(Fjárfestingarbanki Evrópu) er á lokastigi. Í samræmi við samkomulagi
munu
bankarnir afsala sér rétti til gjaldfellingar vegna brota á
upphaflegum
fjárhagsskilyrðum í ákveðin tíma og skipta þeim út fyrir ný
fjárhagsskilyrði
til skamms tíma. Lánasamningar með brotin fjárhagsskilyrði
eru sett fram til
samræmis við upphafleg samningsákvæði. 
 				
Eigið fé HS
hf. nam 8.576 millj. kr. í lok tímabilsins.  Eiginfjárhlutfall var
23,0% en
var 16,3% í ársbyrjun. Í ársbyrjun var eigið fé 5.934 millj. kr.
Hækkun eigin
fjár skýrist af hagnaði tímabilsins og þýðingarmun
vegna
hlutdeildarfélags.	
			 
Horfur um rekstur HS Orku hf. eru góðar að
því gefnu að samningar við alla
lánadrottna félagsins um ný fjárhagsskilyrði
og fleira um núverandi lán
fyrirtækisins.  Umsvif fara vaxandi og áfram verður
unnið að aukinni
orkuvinnslu. Unnið verður að rannsóknum á frekari
virkjunarkostum og er verið
að afla margvíslegra leyfa í því skyni. Stærstu
einstöku verkefnin eru
rannsóknarboranir og annar undirbúningur fyrir nýjar
virkjanir og aukin
niðurdæling. 

"Helstu fjárhæðir úr árshlutareikningnum
eru sem hér segir í þús. kr. Sjá
viðhengi.
 


frettatilkynning 30092009_isk.pdf
hs_orka_interim_fs_30092009.pdf