Icelandic
Birt: 2009-08-31 19:23:48 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Reikningsskil
Eik fasteignafélag hf. - Sex mánaða árshlutauppgjör 2009
Eik fasteignafélag hf. birtir í dag sex mánaða árshlutauppgjör sitt að
loknum
stjórnarfundi þar sem reikningar félagsins voru samþykktir.


Niðurstaða Eikar fasteignafélags hf. fyrir fyrstu sex mánuði árisins
2009:

Hagnaður fyrirtækisins var neikvæður um 333,9 milljónir króna.
  •
Velta var 903 milljónir króna, sem er 12% aukning frá fyrra ári.
  • EBITDA
var 660,5 milljónir króna, sem er 12% aukning.
  • Arðsemi eiginfjár á
ársgrundvelli var -29,4%.
  • Heildareignir félagsins voru að andvirði 20,4
milljarðar króna.
  • Víkjandi fjármagn, þ.e. eigið fé, víkjandi lán og
   
tekjuskattsskuldbindingar, var að andvirði 3,24 milljarðar króna. 
  •
Hlutfall víkjandi fjármagns var 15,9%.
  • Handbært fé frá rekstri var 193
milljónir króna.

Þrátt fyrir þær efnahagsþrengingar sem nú ganga yfir, með
lækkun á
nýtingarhlutfalli og lækkun á leigu, hefur rekstur Eikar
fasteignafélags gengið
samkvæmt áætlun.  Eftirspurn eftir eignum félagsins er
góð. 

Ekki hefur tekist að semja um endurfjármögnun lána sem voru á
gjalddaga í júní
að fjárhæð 537 milljónir, en viðræður standa yfir.  Fyrir
utan þessi tvö lán
hefur félagið að öllu leiti staðið skil á vöxtum og
afborgunum, en félagið
hefur ekki fengið frestun á sitt afborgunarferli.   Þar
sem leigutekjur hafa
dregist saman og stór hluti fjármögnunar félagsins er
vaxtaberandi skuldir er
ljóst að reksturinn er erfiður og félagið þarf á
endurfjármögnun að halda. 

Í ljósi aðstæðna verður ekki hægt að komast að
annarri niðurstöðu en að hin
varfærna fjárfestingastefna félagsins hafi borgað
sig.  Eigið fé félagsins í
sex mánaða uppgjörinu var 2.096 milljónir.



Frekari upplýsingar veitir:
Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar
fasteignafélags hf.
S. 590 2200 / 861 3027
 


09.08.31 arshlutareikningur fyrir fyrstu 6 manui 2009.pdf
09.08.31 frettatilkynning fyrir sex manaa uppgjor 2009.pdf