English Icelandic
Birt: 2009-08-20 18:53:39 CEST
Landsvirkjun
Reikningsskil
Leiðrétting - 6 mánaða uppgjör 2009 - Frétt birt 2009-08-20 18:44:17
Leiðrétting: Lykiltölur í viðhengi vantaði.

Samkvæmt rekstrarreikningi
samstæðunnar nam hagnaður fyrstu sex mánuði ársins
2009 tæplega 47,3 milljónum
USD eða um 6 milljörðum króna á núverandi gengi. 
Árshlutareikningurinn er
gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og
er í Bandaríkjadölum sem
er starfrækslugjaldmiðill Landsvirkjunar.  Handbært fé
frá rekstri nam rúmlega
103,6 milljónum USD og eigið fé í lok tímabilsins nam
rúmlega 1,4 milljörðum
USD. 


Helstu stærðir árshlutareiknings samstæðu Landsvirkjunar (fjárhæðir
í þúsundum
Bandaríkjadala): 

Sjá viðhengi.

Tekjur samstæðunnar námu 139
milljónum USD á tímabilinu en voru 239,6 milljónir
USD á sama tímabili árið
áður.  Nemur lækkunin um 100 milljónum USD og stafar
einkum af lækkun álverðs,
sem var mjög hátt á fyrri helmingi síðasta árs en
lækkaði síðan hratt, og
lækkun krónunnar gagnvart USD.  Tekjulækkunin hefur
minni áhrif á afkomu
fyrirtækisins en ætla mætti vegna áhættuvarna.  Á
tímabilinu janúar til júní
2009 fékk fyrirtækið greiddar 40 milljónir USD frá
erlendum fjármálastofnunum
vegna álvarna en á sama tímabili 2008 greiddi
fyrirtækið 35,7 milljónir USD
vegna áhættuvarnarsamninga.  Innleystar
áhættuvarnir eru færðar meðal
fjármagnsliða.  Þar eru einnig færð vaxtagjöld
sem lækkuðu úr 91,3 milljónum
USD á fyrstu 6 mánuðum ársins 2008 í 45,9
milljónir USD á sama tímabili í ár,
einkum vegna lækkunar millibankavaxta í
Bandaríkjunum og Evrópu. 

Afkoma
Landsvirkjunar ræðst að verulegu leyti af gangvirðisbreytingum
innbyggðra
afleiða tengdum orkusölusamningum fyrirtækisins og þróun á gengi en
hluti
langtímaskulda er í annarri mynt en starfrækslugjaldmiðli samstæðunnar.

Jákvætt gangvirði afleiða sem fært er til eignar í lok júní 2009 nemur
rúmlega
187 milljónum USD og er þá búið að draga frá neikvætt gangvirði
þeirra
afleiðusamninga sem fyrirtækið hefur gert.  Áhrif
gangvirðisbreytinganna eru
færð í rekstrarreikningi. 

Lausafjárstaða
Landsvirkjunar er góð en í lok júní nam handbært fé tæplega 129
milljónum USD.
 Fyrirtækið hefur einnig aðgang að 308 milljóna USD veltiláni
sem fyrirtækið
getur nýtt sér hvenær sem er.  Sjóðsstaða að viðbættu ónotuðu
bankaláni í lok
júní nam því samtals 437 milljónum USD.  Fyrirtækið hefur
þannig tryggt sér
fjármögnun út árið 2011. 

Til að tryggja enn frekar lausafjárstöðu
Landsvirkjunar hafa fyrirtækið og
ríkissjóður gert sérstakan
viðbúnaðarsamning.  Samningurinn er þannig að
Seðlabankinn mun afhenda
fyrirtækinu erlendan gjaldeyri og Landsvirkjun afhenda
bankanum krónur eða
skuldabréf í staðinn en þó því aðeins að fyrirtækið hafi
áður fullreynt allar
aðrar fjármögnunarleiðir.  Fjárhæð samningsins er að
hámarki 300 milljónir USD
og rennur hann út 1. júlí 2011. 

Í lok júní námu heildareignir fyrirtækisins
tæplega 4,6 milljörðum USD og
eiginfjárhlutfall var 31,2%. 

Horfur um
rekstur Landsvirkjunar eru allgóðar fyrir allt árið 2009, einkum ef
álverð
helst á því bili sem nú er, en álverð hefur hækkað verulega frá því að
það fór
lægst í mars sl.  Gengisþróun og þróun álverðs munu þó sem fyrr ráða
miklu um
afkomu ársins. 

Árshlutareikningur Landsvirkjunar fyrir tímabilið 1. janúar
til 30. júní 2009
var samþykktur á fundi stjórnar þann 20. ágúst 2009.


Nánari upplýsingar veitir Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,
í
síma 515 9000.
 


arshlutareikningur jan-juni 2009.pdf
frettatilk tafla 06 2009.xls