Icelandic

Þessi tilkynning hefur verið leiðrétt. Smelltu hér til að skoða leiðrétta tilkynningu

Birt: 2009-07-24 18:41:04 CEST
Origo hf.
Reikningsskil
- Uppgjör Nýherja hf. á fyrri árshelmingi 2009
Helstu niðurstöður á fyrri árshelmingi 2009

• Heildarhagnaður á fyrri
árshelmingi nam 90 mkr. 

• Verulegur samdráttur í verkefnum í
hugbúnaðarþróun og ráðgjöf á Íslandi

• Rekstur erlendra dótturfélaga að
mestu samkvæmt áætlun

• Endurmat eignaliða hefur áhrif á heildarhagnað
tímabilsins


Þórður Sverrisson, forstjóri:

„Afkoma Nýherja hf. er undir
væntingum á fyrri árshelmingi ársins 2009 og
samdráttur í eftirspurn á Íslandi
meiri en áætlað var. Einkum hefur sala í
hugbúnaðarþróun og ráðgjöf dregist
verulega saman. Hins vegar er sala í
ákveðnum vöruflokkum umfram áætlanir, svo
sem í tæknibúnaði á neytendamarkaði
og rekstrarvöru. 

Rekstur erlendra
dótturfélaga Nýherja hf. er að mestu samkvæmt áætlun. Þrátt
fyrir almennan
samdrátt í Danmörku og Svíþjóð er verkefnastaða Applicon
félaganna þar ágæt og
hafa þau endursamið við nokkra af sínum helstu
viðskiptavinum auk þess að hafa
aflað nýrra verkefna. Starfsemi félaganna er
mikilvæg fyrir afkomu Nýherja hf.
vegna efnahagsástands og gengisþróunar á
Íslandi því tekjur þeirra eru um
þriðjungur af heildartekjum samstæðunnar og
vega því þyngra en oft áður.


Heildarhagnaður Nýherja hf. á fyrri helmingi ársins er um 90 mkr en
endurmat
eignaliða hefur veruleg áhrif á afkomu tímabilsins.“



Rekstrarniðurstaða á fyrri árshelmingi 2009

Fyrstu 6 mánuðir ársins -
Lykiltölur (Sjá viðhengi) 
                                                   
       
Sala á vöru og þjónustu nam 7.037 mkr fyrstu 6 mánuði ársins 2009,
samanborið
við 7.255 mkr á sama tímabili árið áður. Sala hefur því dregist
saman um 3% á
milli ára. Tekjur starfseminnar á Íslandi námu 4.775 mkr, en
2.262 mkr hjá
erlendum dótturfélögum. 

Laun og launatengd gjöld námu 3.164
mkr en voru 2.919 mkr fyrir sama tímabil
árið áður. Vegna gengisbreytinga hafa
laun erlendra starfsmanna hækkað um 48% í
íslenskum krónum milli fyrri
árshelminga 2008 og 2009, eða um 444 mkr.
Meðalfjöldi stöðugilda fyrstu 6
mánuði ársins 2009 var 662 en var 755 fyrir
sama tímabil árið áður.
Rekstrarkostnaður var um 1.300 mkr, en var 954 mkr yfir
sama tímabil í fyrra.
Rekstrartap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta -
EBITDA - nam 117 mkr á
tímabilinu en EBITDA var jákvæð um 268 mkr árið áður. 

Hrein fjármagnsgjöld
voru 333 mkr í samanburði við 669 mkr á sama tímabili árið
2008. Tap
tímabilsins var 793 mkr en tap fyrstu 6 mánuði ársins 2008 nam 432
mkr.
Heildarhagnaður nam 90 mkr en heildartap á fyrri helmingi ársins 2008 nam
298
mkr. 

Efnahagsreikningur 30.06 2009 - Lykiltölur (Sjá viðhengi) 
          
                                         
Heildareignir í lok tímabilsins voru
10.173 mkr samanborið við 9.952 mkr í lok
ársins 2008. Langtímaskuldir hafa
hækkað frá árslokum úr 2.669 mkr í 2.746 mkr.
Skammtímaskuldir hafa hækkað frá
árslokum úr 5.319 mkr í 5.377 mkr. Eigið fé í
lok júní 2009 var 2.050 mkr og
er eiginfjárhlutfall nú 20,2% en var 19,7% um
síðustu áramót. 

Í öðrum
ársfjórðungi voru nokkrir eignarliðir í efnahagsreikningi
samstæðunnar
endurmetnir. Fasteignir og innréttingar í eigu félagsins eru nú
bókfærðar á
1.717 mkr. Auk þess er viðskiptavild vegna eigna í dótturfélögum
lækkuð um 180
mkr og skattainneign færð niður um 150 mkr, eða samtals um 330
mkr og skýrir
það hækkun afskrifta og aukið rekstrartap í ársfjórðunginum.



Rekstrarniðurstaða á öðrum ársfjórðungi 2009

Fjórðungsyfirlit -
Lykiltölur (Sjá viðhengi) 
                                                   

Sala á vöru og þjónustu nam 3.479 mkr á öðrum ársfjórðungi, samanborið
við
3.828 mkr á sama tímabili árið 2008. Tekjur hafa dregist saman um 9% frá
öðrum
ársfjórðungi 2008. 

Laun og launatengd gjöld námu 1.602 mkr en voru
1.550 mkr fyrir sama tímabil
2008. Heildarfjöldi stöðugilda í lok tímabilsins
var 644 en var 755 fyrir sama
tímabil í fyrra. Vegna gengisbreytinga hafa laun
erlendra starfsmanna hækkað um
44% í íslenskum krónum milli annars
ársfjórðungs 2008 og 2009, eða um 223 mkr. 
 
Rekstrarkostnaður var 769 mkr á
öðrum ársfjórðungi en var 567 mkr á sama tíma á
árinu 2008. Rekstrartap fyrir
afskriftir, fjármagnsliði og skatta - EBITDA -
nam 109 mkr á tímabilinu en
EBITDA var jákvæð um 123 mkr á sama tímabili fyrir
árið 2008. 

Hrein
fjármagnsgjöld voru 257 mkr í samanburði við 155 mkr á öðrum
ársfjórðungi
2008. Heildarhagnaður í fjórðungnum nam 88 mkr en heildartap á
öðrum
ársfjórðungi í fyrra nam 89 mkr. 


Yfirlit yfir rekstur

Sala á
tölvum og tæknibúnaði, hjá Nýherja  hf. móðurfélagi samstæðunnar, er
í
meginatriðum í samræmi við áætlanir. Sala á rekstrarvörum er umfram
væntingar,
en hins vegar er minni eftirspurn eftir samskipta- og netbúnaði
og
skrifstofubúnaði. 

Tekjur hjá Skyggni ehf., tækni- og
rekstrarþjónustufyrirtæki samstæðunnar voru
nokkuð undir áætlun. Það má meðal
annars rekja til færri verkefna við
uppsetningu á nýjum tækjabúnaði og frestun
á þjónustuverkefnum hjá
viðskiptavinum. Skyggnir hefur á tímabilinu undirritað
nokkra nýja sérfræði- og
rekstrarþjónustusamninga sem tryggja viðskiptavinum
hagræðingu í rekstri sinna
upplýsingatæknikerfa. Fastar samningstekjur voru
því í takt við áætlun og voru
um þrír fjórðu hlutar af heildartekjum
félagsins. 

Rekstur Sense ehf. var ágætur og afkoma yfir áætlun í lok
ársfjórðungsins. Það
má einkum rekja það til mikillar sölu á myndavélum og
tæknibúnaði á
neytendamarkaði. Hins vegar eru stærri verkefni í hljóð- og
myndlausnum færri
nú en áður, en verkefnastaðan framundan er viðunandi.


Hinn mikli samdráttur og stöðnun, sem orðinn er í íslensku atvinnulífi,
hefur
leitt til sérstaklega erfiðra skilyrða fyrir rekstur hugbúnaðar-
og
ráðgjafarfyrirtækja. Margir viðskiptavinir hafa haft hug á að ráðast í
ýmis
verkefni en vegna óvissu í efnahagslífinu og takmarkaðs aðgangs að
fjármagni er
ákvörðunum slegið á frest, sem hefur leitt til verulegs
samdráttar í verkefnum
hugbúnaðarsérfræðinga og ráðgjafa. 

Sá samdráttur
hefur bitnað á rekstri TM Software ehf. og hefur útseldum tímum
fækkað um tugi
prósenta, sem leitt hefur til taps í rekstri. Til að mæta þessum
samdrætti
hefur stjórnendum og sérfræðingum TM Software tekist að afla
frekari
hugbúnaðarverkefna erlendis, sem nú eru yfir 20% af tekjum
fyrirtækisins.
Viðunandi afkoma var af starfsemi EMR ehf., dótturfélags TM
Software ehf. á
fyrri helmingi ársins, en EMR ehf. sérhæfir sig í
heilbrigðistengdri
upplýsingatækni. Verkefnastaða EMR er góð og starfsmönnum
hefur fjölgað í
kjölfar aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu fyrirtækisins.


Applicon ehf. var rekið með tapi á öðrum ársfjórðungi eins og TM Software
ehf.
vegna mikils samdráttar í verkefnum  á Íslandi. Í ársfjórðungnum var
ráðist í
víðtækar breytingar á starfsemi Applicon ehf., sem meðal annars
fólust í lækkun
kostnaðar og aukinni áherslu á sölu verkefna erlendis.
Íslenskir sérfræðingar
frá Applicon ehf. eru nú starfandi í Hollandi,
Bretlandi og á Norðurlöndunum og
hafa tekjur af erlendri þjónustu vaxið
stöðugt. 

Rekstur Vigor ehf. dótturfélags Applicon ehf., er í jafnvægi en
félagið annast
rekstur og þjónustu á viðskiptahugbúnaði fyrir flest stærri
orkufyrirtæki
landsins. 

Í kjölfar falls bankanna hefur fyrirtækjum á sviði
rekstrarráðgjafar fjölgað og
samkeppni því aukist, samhliða samdrætti í
sérhæfðum verkefnum. Sú þróun hefur
valdið tapi í rekstri
ráðgjafarfyrirtækisins ParX ehf. en brugðist hefur við
breyttum aðstæðum með
lækkun rekstrarkostnaðar, sem áætlað er að skili betri
afkomu á síðari
árshelmingi. 

Starfsemi Applicon A/S í Danmörku er samkvæmt áætlun, þó svo
að aðstæður í
dönsku efnahagslífi séu nú erfiðari en oft áður. Applicon A/S
hefur gert nýja
samninga til næstu missera við nokkra af sínum stærri
viðskiptavinum eins og
Dong Energy A/S, sem er leiðandi orkufyrirtæki í
Danmörku. Verkefnastaða
félagsins fyrir síðari árshelming er góð og horfur á
ágætri afkomu eins og
verið hefur undanfarin ár. 

Rekstur Applicon í
Svíþjóð var jákvæður í öðrum ársfjórðungi og í samræmi við
áætlanir. Félagið
hefur haldið áfram sinni uppbyggingu, meðal annars með gerð
samnings við
Álandsbanka, sem nýlega tók yfir rekstur Kaupþings þar í landi, um
rekstur á
SAP tölvukerfi bankans. Samhliða réði Applicon til sín sex af
starfsmönnum
tölvudeildar bankans. Þá vinnur Applicon náið með stærri bönkum í
Svíþjóð, svo
sem Nordea bankanum, Swedbank og Handelsbanken við innleiðingu og
þjónustu á
hugbúnaðarkerfum. Þrátt fyrir nokkurn samdrátt í sænsku efnahagslífi
eru
horfur fyrir Applicon ágætar. 

Afkoma Dansupport A/S í Danmörku var neikvæð
en samdráttur í verkefnum hefur
gert dönskum upplýsingatæknifyrirtækjum erfitt
fyrir. Það hefur tekið lengri
tíma en áætlað var að ná jafnvægi í rekstri
Dansupport en vonast er til þess að
það náist á síðari árshelmingi ársins
2009. 


Rekstrarumhverfi

Nú um tíu mánuðum eftir efnahagshrun á Íslandi
er áframhaldandi samdráttur á
innanlandsmarkaði, og enn er mikil óvissa um
hvenær og við hvaða aðstæður
fyrirtæki munu ná viðspyrnu og að eðlilegra
rekstrarumhverfi skapist. Sú mikla
töf sem orðið hefur á endurfjármögnun
bankanna og að koma þeim í eðlilegan
rekstur, jafnframt því að ljúka samningum
við nágrannaþjóðir og erlenda
kröfuhafa um stærri ágreiningsmál, veldur
atvinnulífinu æ meira tjóni. Þessi
staða tefur enn frekar fyrir því að
atvinnurekstur og afkoma fyrirtækja færist
í eðlilegra horf. Hjá Nýherja og
fjölmörgum öðrum fyrirtækjum endurspeglast
þessi vandi meðal annars í
eftirfarandi: 

• Skyndilegur og mikill samdráttur í verkefnum svo sem á
sviði
  hugbúnaðarþróunar og ráðgjafar hefur valdið verkefnaskorti hjá
sérfræðingum,
  sem vegna óvissunnar sér ekki enn fyrir endann á.
 
• Ef
ekki næst vendipunktur brátt er hætta á að sú fjárfesting í nýsköpun og
 
þróun sem ráðist hefur verið í á liðnum misserum á sviði hugbúnaðar og tækni
 
rýrni og kunni að glatast hérlendis. 

• Vel menntað og sérhæft starfsfólk er
farið að flytjast til starfa erlendis og
  hafa um 3% starfsmanna
Nýherjasamstæðunnar þegar flutt eða eru að flytjast til
  starfa hjá
upplýsingatæknifélögum erlendis, þar á meðal til dótturfélaga
  Nýherja. 

•
Vegna óljósrar stöðu bankanna og veikrar eiginfjárstöðu eiga fyrirtæki í
 
erfiðleikum með að fjármagna fjárfestingar til hagræðingar í rekstri sem
tefur
  möguleika á bættri afkomu fyrirtækja. 

• Í ýmsum atvinnugreinum svo
sem upplýsingatækni hafa ríkisbankar og kröfuhafar
  tekið yfir rekstur
fyrirtækja og haldið uppi harðri samkeppni gegn
  samkeppnisfyrirtækjum sem
ekki lentu í þroti. 

• Opinber fyrirtæki og stofnanir hafa skorið niður
aðkeypta sérfræðiþjónustu á
  ýmsum sviðum og annast verkefni með eigin
starfsmönnum og kemur því ekki til
  fækkunar þar, en fækkun starfsmanna kemur
fram hjá einkafyrirtækjum. 


Ísland á mörg sóknarfæri í verkefnum erlendis,
svo og möguleika á að laða
hingað til lands fjárfestingar erlendra aðila. Nú
er mikilvægt að ljúka þeim
meginmálum sem lúta að endurreisn bankanna og ná
sáttum við nágrannalönd okkar,
þannig að fyrirtækin geti náð viðspyrnu á ný og
að viðsnúningur geti orðið í
atvinnulífinu. 


Horfur

Rekstrarumhverfi
fyrirtækja á Íslandi verður erfitt áfram og einnig hefur orðið
nokkur
efnahagssamdráttur í Danmörku og Svíþjóð. Áframhaldandi óvissa er því
um
afkomu af innlendri starfsemi Nýherja en afkomuhorfur erlendra dótturfélaga
eru
viðunandi. 


Fjárhagsdagatal fyrir 2009:

Áætluð birting
árshlutauppgjörs fyrir árið 2009.

Þriðji ársfjórðungur	23. október
Fjórði
ársfjórðungur	29. janúar


Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutauppgjör
fyrir annan ársfjórðung 2009 var samþykkt á stjórnarfundi
Nýherja hf. 24. júlí
2009. Árshlutauppgjör Nýherja hf. er gert í samræmi við
alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting
Standards).
Þýðingarmunur erlendra dótturfélaga er nú tilgreindur í yfirliti
um
heildarafkomu árshlutareiknings í samræmi við ákvæði alþjóðlega staðalsins.



Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir:
Þórður Sverrisson,
forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.


Nýherji hf.

Hlutverk Nýherja
hf. er að skapa viðskiptavinum sínum virðisauka með þekkingu
starfsmanna á
upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina.
Nýherji býður
fyrsta flokks ráðgjöf og fagþjónustu á sviði upplýsingatækni og
vandaðan
tölvu-, skrifstofu- og hugbúnað ásamt traustri tækni- og
rekstrarþjónustu.
Félög Nýherja samstæðunnar í rekstri eru 20 bæði hér heima og
erlendis og er
heildarfjöldi stöðugilda 644. Hlutabréf Nýherja hf. eru skráð í
OMX Kauphöll
Íslands. 

Stjórn Nýherja: Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður, Árni
Vilhjálmsson og
Guðmundur Jóh. Jónsson. Þórður Sverrisson er forstjóri
Nýherja.
 


frettatilkynning - uppgjor nyherja hf. 2 arsfjorungur 2009.pdf
nyherji.lykiltolur.30.6.2009.xls
nyherji arshlutareikn. 30.6.2009.pdf