Icelandic
Birt: 2009-02-12 17:08:10 CET
Hagar hf.
Fyrirtækjafréttir
- Í tilefni af umræðu um greiðslustöðvun Baugs skal áréttað að hún hefur ekki áhrif á rekstur Haga
Í tilefni af umræðu um greiðslustöðvun Baugs skal áréttað að hún hefur
ekki
áhrif á rekstur Haga. 

Hagar eru sjálfstætt félag, með sjálfstæðan
rekstur og efnahag.  Upplýsingar um
rekstur og efnahag Haga eru aðgengilegar á
vef Kauphallarinnar, þar sem
ársreikningur félagsins er birtur og einnig
upplýsingar um 6 mánaða uppgjör
félagsins. 

Rekstur Haga hefur gengið
ágætlega á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur nú í
lok febrúar.  Gera má ráð
fyrir að afkoma félagsins fyrir fjármagnsliði og
afskriftir verði betri en á
því rekstrarári sem lauk í lok febrúar 2008.  Þá
var afkoma fyrir
fjármagnsliði og afskriftir 2.906 milljónir króna. 

Fjármagnsliðir félagsins
eru hinsvegar neikvæðir, m.a. vegna mikillar veikingar
íslensku krónunnar,
verðbólgu sem var langt umfram áætlanir og vegna afskrifta
á fjárfestingum,
sem að hluta til hafa komið fram í 6 mánaða uppgjöri
félagsins, sem var birt í
októbermánuði. 

Staða Haga er því sterk, hvort sem horft er á rekstur eða
efnahag félagsins.