Icelandic
Birt: 2009-02-09 10:31:43 CET
Origo hf.
Niðurstöður hluthafafunda
- Niðurstöður aðalfundar Nýherja 6. febrúar 2009
Eftirfarandi var samþykkt á aðalfundi félagsins sem haldinn var í
ráðstefnusal
Nýherja Borgartúni 37, kl. 16.00, þann 6. febrúar  2009:




1.  Ársreikningur félagsins var lagður fram og samþykktur
samhljóða.

2.  Fyrir fundinum lá tillaga um 20% arðgreiðslu. Í máli
stjórnarformanns kom
    fram að í viðræðum við lánardrottna félagsins hafi
komið fram tilmæli um að
    ekki yrði greiddur út arður í ljósi þeirra
alvarlegu aðstæðna sem nú ríkja.
    Stjórnarformaður lagði því af þessu
tilefni fram breytingartillögu um að
    greiða ekki út arð fyrir árið 2008.
Breytingartillaga stjórnarformanns var
    samþykkt samhljóða. 

3. 
Samþykkt var tillaga um stjórnarlaun fyrir starfsárið 2008: Stjórnarformaður
 
  kr. 2.550.000, stjórnarmenn kr. 850.000 og varamaður kr. 63.000 fyrir hvern

   fund. 
 
4.  Samþykkt var að eftirtaldir skipi stjórn fyrir næsta
starfsár: Benedikt
    Jóhannesson, Árni Vilhjálmsson og Guðmundur Jóh.
Jónsson. Samþykkt var að
    varamaður verði Jafet S. Ólafsson.  	 

5. 
Samþykkt var að endurskoðandi félagsins verði KPMG Endurskoðun hf.

6. 
Samþykkt var tillaga um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum skv. 55.
  
 grein hlutafélagalaga, þar sem stjórn er heimilt fyrir hönd félagsins að
   
kaupa allt að 10% af nafnverði hlutafjár félagsins, sbr. VIII. kafla laga
   
nr. 2/1995 um hlutafélög. Kaupgengi hluta má ekki vera meira en 20% hærra
   
eða lægra en síðasta skráða gengi í Kauphöll Íslands. Gildistími
   
heimildarinnar er allt að átján mánuðir. 

Ný stjórn skipti með sér verkum á
stjórnarfundi, sem haldinn var í framhaldi
aðalfundar.  Benedikt Jóhannesson
gegnir stöðu stjórnarformanns. Árni
Vilhjálmsson var kjörinn varaformaður.
 


fundaatlun 2009.doc
ra formanns nyherja 2009.doc