Published: 2009-01-23 17:59:53 CET
Nýherji hf. - Reikningsskil
- Ársuppgjör Nýherja hf. 2008
Helstu niðurstöður fyrir árið 2008

•  Sala á vöru og þjónustu nam 14.650 mkr og jókst um 30% frá árinu á undan. 

•  Tap varð á árinu sem nemur 1.201 mkr samanborið við 420 mkr hagnað árið 2007.

•  Tekjur af erlendri starfsemi námu 3.517 mkr eða 24% af heildartekjum.

•  Nýtt viðskiptamódel Nýherjasamstæðunnar var innleitt á fjórða ársfjórðungi.

•  Rekstrar- og hýsingarþjónusta TM Software hf. og rekstrarþjónusta Nýherja
   hf. sameinuð í Skyggni ehf. 

Birting ársreiknings: 
Samkvæmt nýjum reglum Kauphallar Íslands birtir félagið nú meginniðurstöður
rekstrar og efnahags. Ársuppgjör fyrir árið 2008 var til umfjöllunar á
stjórnarfundi Nýherja hf. 23. janúar 2009, en hefur samkvæmt nýjum reglum ekki
verið staðfest af stjórn og endurskoðendum félagsins.  Endanlegur ársreikningur
2008 verður lagður fyrir stjórn og endurskoðendur til staðfestingar þann 30.
janúar og birtur þann dag. Ársuppgjörið er unnið í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial). 


Þórður Sverrisson, forstjóri:

„Rekstur og afkoma Nýherja hf. á fjórða ársfjórðungi ber merki þeirra
skyndilegu sviptinga, sem urðu í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja eftir
fall bankanna í október og stórfellda lækkun á verðgildi íslensku krónunnar. Sú
skyndilega breyting sem varð á rekstrarumhverfinu á Íslandi hafði umtalsverð
áhrif á reksturinn og nemur tap í fjórða ársfjórðungi 507 mkr og tap á árinu er
1.201 mkr. 

Nýherji greip í október til fjölþættra aðgerða til að lækka rekstrarkostnað og
styrkja rekstur móðurfélagsins og dótturfélaga, svo sem með tilkynningu um að
lækka laun starfsmanna um 10% frá 1. febrúar og slá á frest frekari verkefnum í
hugbúnaðarþróun hérlendis og erlendis. Gert er ráð fyrir að aðgerðir sem
kynntar hafa verið muni leiða til yfir 600 mkr kostnaðarlækkunar í rekstri
samstæðunnar á Íslandi á árinu 2009.


nýherji lykiltölur 31 12 2008.xls
nýherji ársruppgjör 31 12 2008.pdf
frettatilkynning - ársuppgjör nýherja hf.pdf