Published: 2008-11-17 11:58:20 CET
MP Fjárfestingarbanki hf. - Fyrirtækjafréttir
- MP Fjárfestingarbanki hf. verður MP Banki hf.
Fjármálaeftirlitið veitti MP Fjárfestingarbanka hf. þann 10. október s.l.
starfsleyfi sem viðskiptabanka samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr.
161/2002, um fjármálafyrirtæki. 

Í tilefni af breyttu starfsleyfi var samþykkt á hluthafafundi þann 14. nóvember
s.l. að breyta nafni bankans í MP Banki hf. Erlent heiti er MP Bank hf. 

Engar verulegar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsemi MP Banka hf. á næstunni
að öðru leyti en því að bankinn tekur nú við innlánum frá viðskiptavinum.
Innlán hjá MP Banka hf. njóta sömu tryggingar og innlán hjá öðrum
viðskiptabönkum og sparisjóðum á Íslandi. Um tryggingu innlána vísast til
yfirlýsingar Ríkisstjórnar Íslands frá 6. október s.l. 

Frekari upplýsingar veitir Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka hf. Sími
+354 540 3200. 

Nánari upplýsingar um MP Banka hf. má finna á heimasíðu bankans, www.mp.is.