Icelandic
Birt: 2008-05-30 11:52:43 CEST
Hagar hf.
Reikningsskil
- Hagar hf. ársuppgjör 29. febrúar 2008
Ársreikningur Haga hf. 

Ársreikningur félagsins hefur að geyma
samstæðureikning félagsins og
dótturfélaga þess og er nú í fyrsta sinn gerður
í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS). Innleiðing staðlanna
hefur óveruleg áhrif á
reikningsskil félagsins. Ársreikningur félagsins var
samþykktur af stjórn og
forstjóra félagsins 29. maí 2008.  Stjórn leggur til
að ekki verði greiddur út
arður til hluthafa vegna ársins 2007/08.



Lykiltölur - samstæða

•  Hagnaður ársins 2007/08 nam 527 millj. kr. en
hagnaður nam 551 millj. kr.
   árið áður. 

•  Rekstrartekjur ársins námu
52.210 millj. kr. en námu 46.513 millj. kr. árið
   áður. 

•  Hagnaður
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 2.906 millj.
   kr. en
nam 2.074 millj. kr. árið áður. 

•  Heildareignir samstæðunnar námu 27.995
millj. kr. í lok reikningsársins en
   námu 23.616 millj. kr. árið áður. 

•
 Eigið fé félagsins nam 8.808 millj. kr. í lok reikningsársins en nam 6.538
  
millj. kr árið áður. 

•  Eiginfjárhlutfall félagsins var 31,5% í lok
reikningsársins.


Fyrirtæki Haga eru eftirfarandi:

Bónus    
Debenhams				
Hagkauk   Ferskar kjötvörur				
10-11     Noron (Zara)
Aðföng 
  Res
Hýsing    Íshöfn
Útilíf    Bananar
				
Hlutdeildarfélög eru:  Max og
SMS p/f				
				
Stöðugildi hjá félaginu í lok reikningsársins námu
1.627


Endurskoðun
Ársreikningurinn hefur verið áritaður af endurskoðendum
félagsins.

Staða og horfur
Horfur í rekstri félagsins eru góðar.

Nánari
upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri félagsins í síma 530 5500
 


frettatilkynning hagar 29 2 2008.pdf
hagar.pdf