Published: 2008-04-23 21:03:54 CEST
Nýherji hf. - Reikningsskil
- 3 mánaða uppgjör 2008
Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs

Sala á vöru og þjónustu nam 3.373 mkr ISK, jókst um 41% frá fyrsta fjórðungi
2007 

EBITDA var 145 mkr miðað við EBITDA 143 mkr á fyrsta ársfjórðungi 2007

Rekstrarhagnaður (EBIT) var 100 mkr, lækkaði um 18,8% frá fyrsta fjórðungi 2007

Gengistap upp á 431 mkr á fyrsta fjórðungi

Tap tímabilsins nam 341 mkr samanborið við 104 mkr hagnað á fyrsta fjórðungi
2007 

Nýherji lauk samningum um kaup á TM Software hf. fyrir 1.417 mkr og sænska
upplýsingatæknifyrirtækinu Marquardt & Parnters AB fyrir 357 mkr 


Hlutafé var aukið um 45 mkrá genginu 22 

Nýherji seldi 9.000.000 af eigin hlutum á genginu 22 í apríl 


Þórður Sverrisson, forstjóri:

„Mikilvægir áfangar náðust í starfsemi Nýherja þrátt fyrir umrót á
fjármálamörkuðum á fyrsta ársfjórðungi 2008. Félagið lauk kaupum á TM Software
hf. og Applicon styrkti starfsemi sína í Svíþjóð með kaupum á upplýsingatækni-
og ráðgjafarfyrirtækinu Marquardt & Parnters AB. Eftir kaupin eru yfir 50%
tekna félagsins í fyrsta skipti vegna sölu á rekstrarþjónustu, hugbúnaðarþróun
og samþættingu í stað sölu á vélbúnaði. 

Í ljósi erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum var ánægjulegt að allt nýtt hlutafé
seldist í hlutafjárútboði Nýherja. Nýtt hlutafé styrkir efnahag félagsins sem
efldi stöðu sína enn frekar með sölu á 3,4% hlut af eigin bréfum í apríl. 

EBITDA af kjarnastarfsemi var í takt við áætlanir félagsins, en EBITDA hjá
nokkrum nýrri dótturfélaganna var undir væntingum. Gengislækkun krónunnar, sem
var 28%, hafði verulega neikvæð áhrif á afkomu Nýherja á fyrsta ársfjórðungi,
en gengistap félagsins nam 431 mkr. Þrátt fyrir 341 mkr tap á fjórðungnum er
kjarnastarfsemi félagsins öflug og arðbær. Við erum því bjartsýn á afkomu
Nýherja á árinu.” 


Horfur
Staða á fjármálamarkaði gæti haft áhrif á eftirspurn eftir vörum og þjónustu
upplýsingatæknifyrirtækja á síðari árshluta. Horfur fyrir annan ársfjórðung eru
ágætar þar sem verkefnastaða fyrirtækisins er góð. 

Samþykkt árshlutareiknings.

Árshlutareikningur fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 fyrir Nýherja hf. var
samþykktur á stjórnarfundi 23. apríl.  Árshlutareikningurinn er gerður í
samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial
Reporting Standards). 

Fjárhagsdagatal fyrir 2008
Áætluð birting árshlutauppgjörs fyrir árið 2008.

Annar ársfjórðungur			18. júlí 2008
Þriðji ársfjórðungur			17. október 2008
Fjórði ársfjórðungur			23. janúar 2009
Aðalfundur Nýherja 2009                  6. febrúar 2009			


Nánari upplýsingar veitir:
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.

Nýherji hf
Hlutverk Nýherja hf. er að skapa viðskiptavinum sínum virðisauka með þekkingu
starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina.
Nýherji býður fyrsta flokks ráðgjöf og fagþjónustu á sviði upplýsingatækni og
vandaðan tölvu-, skrifstofu- og hugbúnað ásamt traustri tækni- og
rekstrarþjónustu. Félög Nýherja samstæðunnar eru 22 bæði hér heima og erlendis
og voru stöðugildi í árslok 730. Hlutabréf Nýherja hf. eru skráð í OMX Kauphöll
Íslands. 

Stjórn Nýherja: Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður, Árni Vilhjálmsson og
Guðmundur Jóh. Jónssson. Þórður Sverrisson er forstjóri Nýherja.


nýherji lykiltölur 31.3.2008.pdf
nýherji árshlutareikningur 31.3.2008.pdf
uppgjör nýherja 1. ársfjórðung 2008 -23.04.pdf