Icelandic
Birt: 2008-01-18 17:59:53 CET
Origo hf.
Reikningsskil
2007
Ársuppgjör Nýherja hf. fyrir árið 2007.


Tekjur og hagnaður jukust um 30% á
milli ára

•  Tekjur á árinu 2007 námu 11.301 mkr, aukning um 2.655 frá fyrra
ári

•  Hagnaður á árinu 420 mkr, var árið áður 306 mkr 

•  EBITDA 706 mkr
en var 682 mkr árið áður

•  Dótturfélög með 141 starfsmenn í Danmörku,
Bretlandi og Svíþjóð

•  Starfsmönnum fjölgaði um 132 á milli ára og voru
stöðugildi 482 í lok árs


Á stjórnarfundi Nýherja hf. í dag, 18. janúar,
samþykkti stjórn félagsins
endurskoðaðan ársreikning þess fyrir árið 2007.


Tekjur aukast mikið
Tekjur Nýherja námu 11.301 mkr og hækkuðu um 2.655 mkr
frá fyrra ári sem er 31%
tekjuaukning milli ára.  Hagnaður eftir skatta var
420 mkr, en var árið áður
301 mkr.  Hagnaður samstæðunnar fyrir fjármagnsgjöld
og afskriftir - EBITDA -
nam 706 mkr, en var 682 mkr árið áður.  Kostnaður við
uppbyggingu erlendra
dótturfélaga veldur því að EBITDA hlutfallið lækkar á
milli ára úr 7,9% í 6,2%. 
Launakostnaður samstæðunnar jókst nokkuð á milli
ára vegna fjölgunar
starfsmanna og kaupa á nýrri starfsemi.  Launakostnaður á
árinu var 3.295 mkr,
en nam árið áður 2.408 mkr. Hækkun launakostnaðar er að
mestu tilkomin vegna
kaupa á starfsemi Dansupport í Danmörku og fjölgunar
vegna uppbyggingar nýrrar
starfsemi AppliCon erlendis.   Meðalfjöldi
stöðugilda hjá Nýherja og
dótturfélögum var 446 árið 2007, sem er aukning um
109 frá árinu á undan.   Í
árslok voru stöðugildi 482 en
heildarstarfsmannafjöldi 501. 

Fjórði ársfjórðungur
Tekjur Nýherja og
dótturfélaga á fjórða ársfjórðungi námu 3.525 mkr og jukust
því um 820 mkr frá
fyrra ári.  Hagnaður í ársfjórðungnum var 118 mkr samanborið
við 68 mkr í sama
ársfjórðungi árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og
afskriftir - EBIDTA -
nam 221  mkr samanborið við 173 mkr í sama fjórðungi árið
áður. 

Um
rekstur
Stefna Nýherja er að vera markaðsdrifið þekkingarfyrirtæki í
upplýsingatækni og
markmiðið er að veita viðskiptavinum úrvalsráðgjöf og
þjónustu fyrir þær
lausnir sem fyrirtækið býður. Stefna Nýherja er jafnframt
að fjárfesta
hérlendis og á völdum mörkuðum í Norður-Evrópu, einkum í
fyrirtækjum sem starfa
á sviði þjónustu og ráðgjafar í upplýsingatækni þar sem
ná má samlegð við aðra
starfsemi innan samstæðunnar. 

Í samræmi við þessa
stefnu keypti Nýherji í maí tækni- og þjónustufyrirtækið
Dansupport A/S sem er
með höfuðstöðvar í Óðinsvéum í Danmörku.  Árið 2007 var
jafnframt fyrsta heila
starfsár AppliCon Solutions Ltd i Bretlandi, AppliCon
Solutions A/S í Danmörku
og AppliCon A/B í Svíþjóð.  Vegna uppbyggingar á
þessum fjórum einingum og
þróunar þeirra á lausnum voru á annað hundrað
milljónir króna gjaldfærðar í
rekstraruppgjöri ársins. 

Þórðar Sverrissonar, forstjóra Nýherja:

Staða
Nýherja á íslenska markaðnum hefur styrkst mjög á árinu.   Góður innri
vöxtur
móðurfélagsins, sem nam 22% á síðasta ári, skilaði sér í bættri afkomu
og
studdi við frekari uppbyggingu á starfssemi félagsins erlendis. Árangurinn
á
íslenska markaðnum má m.a. þakka nánu samstarfi við stærstu
viðskiptavini
félagsins og vandaða söluráðgjöf til þeirra.” 

Mikil sala á
netþjónum og IP lausnum
Rekstur Kjarnalausna Nýherja gekk ágætlega á árinu og
námu tekjur sviðsins
ríflega 3.300 mkr.  Sala netþjóna gekk vel og alls jókst
um 40% milli ára.
Nýherji hefur styrkt stöðu sína til muna á
Intel-netþjónamarkaðnum á Íslandi en
um 60% allra netþjóna sem Nýherji selur
eru IBM blað-netþjónar. Sala á
afritunarlausnum IBM og öryggislausnum frá APC
var vel umfram áætlanir á árinu. 

Mikil sala var á sviði IP-lausna og
Avaya-símkerfa á árinu. Nýherji hélt áfram
að veita íslenskum
útrásarfyrirtækjum þjónustu með uppsetningu IP-lausna í
starfsstöðvum þeirra
erlendis og hefur nú lokið 42 uppsetningum í 15 löndum. 

Hýsingar- og
rekstrarþjónusta félagsins gekk einnig vel á árinu.  Félagið fékk 
marga nýja
viðskiptavini á þessu sviði og voru ASKAR Capital og BM Vallá á
meðal þeirra.


Þjónusta og sala á notendalausnum í vexti
Árið 2007 var besta ár í sögu
Notendalausnasviðs Nýherja og voru heildartekjur
sviðsins ríflega 3.700 mkr. 
Sala einmenningstölva jókst um 24% milli ára og
sala á Rent a prent,
alrekstrarlausn fyrir ljósritunarvélar og prentara, fór
vel af stað.  Mikil
söluaukning varð á Canon myndavélum, bæði á smávélum á borð
við Ixus og
PowerShot, sem og EOS vélum.  Þá vann Nýherji ásamt IBM að
uppsetningu fyrstu
IBM sjálfsafgreiðslustöðva fyrir verslanir hér á landi, sem
eru jafnframt þær
fyrstu sinnar tegundar á Norðurlöndunum. 

Í júní s.l. var hljóð- og
myndlausnadeild Nýherja færð undir nýja einingu undir
heitinu Sense sem hefur
aðsetur í Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Markmiðið með
stofnun Sense er að vera
leiðandi í ráðgjöf, hönnun, uppsetningu og þjónustu á
sviði stafrænna lausna
fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Opnuð var glæsileg
verslun sem býður
fjölbreytt úrval mynd- og hljóðlausna fyrir heimili. 

AppliCon hlýtur
gullvottun SAP
AppliCon Holding ehf. er eignarhaldsfélag um eignarhluti
Nýherja í fimm
AppliCon-félögum. Þar starfa samtals um 180 manns og voru
heildartekjur
AppliCon um 3.000 mkr. Stærstu starfsstöðvarnar eru á Íslandi og
í Danmörku en
um 80 manns starfa í hvoru landi. Hjá AppliCon í London og
Stokkhólmi starfar
um tugur starfsmanna á hvorum stað. 

AppliCon á Íslandi
og í Danmörku hlutu á árinu gullvottun SAP fyrir
framúrskarandi árangur í
sölu, þjónustu og þróun á SAP-lausnum. Gullvottun er
efsta stig vottunarkerfis
SAP, en einungis tveir af rúmlega 30 samstarfsaðilum
SAP á Norðurlöndum hafa
áður náð þeim áfanga. 

Starfsemi AppliCon ehf. á Íslandi gekk ágætlega. 
Unnið var að ýmsum
SAP-verkefnum á sviði fjárhags- og launalausna, m.a. fyrir
Glitni, Kópavogsbæ
og Samskip. SAP-fjármálalausnaverkefni voru unnin fyrir
Askar Capital, Kaupþing
og Avant. Einnig jókst umfang Microsoft-verkefna en
m.a. var unnið fyrir Nova,
N1 og Marel. 

Rekstur Applicon A/S í Danmörku
gekk ágætlega á árinu.  Tekjur félagsins hafa
vaxið jafnt og þétt undanfarin
ár og var afkoma þess í samræmi við áætlanir.  Á
árinu var undirritaður einn
stærsti SAP samningurinn í Danmörku við
veitufyrirtækið DONG Energy um fyrsta
áfanga á innleiðingu SAP lausna.  Danska
viðskiptatímaritið Børsen tilnefndi á
árinu AppliCon í hóp „gazellufyrirtækja“,
en það eru fyrirtæki sem sýnt hafa
fram á óvenju hraðan vöxt undanfarin fjögur
ár, samhliða því að skila jákvæðri
afkomu. 

Í ársbyrjun stofnaði AppliCon Holding fyrirtækið AppliCon Solutions
A/S, sem
sérhæfir sig í þróun staðlaðra lausna, sem eru einfaldar í
innleiðingu og
viðhaldi.  Sala er hafin á „Authorization Process Manager”
fyrir SAP lausnir og
eru söluhorfur lausnarinnar fyrir 2008 góðar. 

Á árinu
var unnið ötullega að uppbyggingu starfsemi Applicon Solutions Ltd.
í
Bretlandi og Applicon AB í Svíþjóð.  Vegna stofnkostnaðar var nokkur halli
á
báðum einingum, en gert er ráð fyrir að jafnvægi náist í rekstur félaganna
á
árinu 2008 með innri vexti eða sameiningum við félög sem starfa á
svipuðum
vettvangi. 

ParX ehf. í fjölbreyttum ráðgjafaverkefnum
Rekstur
ParX gekk mjög vel á árinu og voru tekjur og afkoma umfram áætlanir.
Góður
árangur náðist í rekstri og hefur ParX byggt upp traust tengsl
við
viðskiptavini sína og sérþekkingu á þörfum þeirra. 

Verkefnastaða ParX
var góð en fyrirtækið vann fjölbreytt verkefni á árinu bæði
hér á landi sem og
erlendis.  Meðal þeirra var jafnréttislaunaúttekt í
samstarfi við Samtök
atvinnulífsins og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands,
alþjóðleg könnun um áhrif
hvalveiða á ímynd Íslands og íslenskrar ferðaþjónustu
og gerð
viðskiptaáætlunar um rafræna þjónustugátt fyrir Ísland.is.  Meðal
erlendra
verkefna var stjórnendamat hjá asísku olíufyrirtæki og þróun verkferla
við
innleiðingu og stjórnun breytinga fyrir evrópsku
flugumferðarstofnunina,
Eurocontrol. 

Fjölgun starfsmanna hjá Dansupport
Í
maí keypti Nýherji fyrirtækið Dansupport A/S í Óðinsvéum á Fjóni. Í
framhaldi
af kaupunum var ráðist í umtalsverðar fjárfestingar til að styrkja
reksturinn. 
Opnaðar voru nýjar skrifstofur í Kaupmannahöfn og Kolding, og
starfsmönnum
fjölgað úr 28 í 42 í lok árs.  Aðgerðirnar eru liður í að efla
starfsemi
Dansupport og auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á
dönskum
upplýsingatæknimarkaði. 

Unnið að kaupum á TM Software ehf
Nýherji
undirritaði í október samning um kaup á 77% hlutafár í TM Software
ehf.

Áreiðanleikakönnun er lokið, en niðurstöður liggja ekki fyrir vegna
ólokinna
samninga TM Software ehf. við erlenda og innlenda aðila.   Stefnt er
að því að
ljúka samningi við núverandi eigendur TM Software ehf. fyrir lok
janúar. 

Aukinn stöðugleiki í rekstri
Aukið hlutfall tekna Nýherja byggir á
þjónustu, ráðgjöf og innleiðingu
hugbúnaðar. Jafnframt hafa tekjur í erlendri
mynt vaxið og eykur hvort tveggja
stöðugleika í rekstrarafkomu félagsins.
Markmið Nýherja er að færa starfsemi
sína enn frekar yfir í sölu á þjónustu og
ráðgjöf með frekari fjárfestingum á
sviði hugbúnaðarstarfsemi,
rekstrarþjónustu, hljóð- og myndlausna,
samskiptalausna, samþættingar og
ráðgjafar.   Félagið væntir þess að nærri 55%
tekna á árinu 2008 komi frá
hugbúnaði, þjónustu og ráðgjöf en í dag má rekja
44% tekna félagsins til
þessara þátta. Á árinu hækkaði markaðsverð hlutabréfa
Nýherja um 52,6% og var 
5.235 mkr í árslok. Stjórn félagsins hefur samþykkt að
leggja til við aðalfund
þann 25. janúar 2008 að veitt verði heimild til að auka
hlutafé um allt að 65
mkr sem nýtt verði til fjárfestinga í nýjum fyrirtækjum. 

Horfur
Síðustu
tvö ár hefur eftirspurn eftir þjónustu upplýsingatæknifyrirtækja farið
stöðugt
vaxandi á Íslandi,en  horfur eru á að nú kunni að hægja á um sinn. 
Félagið
telur sig eiga ágæt sóknarfæri í  dótturfélögum á erlendum mörkuðum.
Áætlanir
samstæðunnar fyrir árið 2008 gera ráð fyrir svipuðum rekstrarárangri
og á
liðnu ári. 

Um Nýherja hf.	
Hlutverk Nýherja hf. er að skapa viðskiptavinum
sínum virðisauka með þekkingu
starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri
fyrirtækja og þörfum viðskiptavina.
Nýherji býður fyrsta flokks ráðgjöf og
fagþjónustu á sviði upplýsingatækni og
vandaðan tölvu-, skrifstofu- og
hugbúnað ásamt traustri tækni- og
rekstrarþjónustu. Félög Nýherja samstæðunnar
eru 14 bæði hér heima og erlendis
og voru stöðugildi í árslok 482. Hlutabréf
Nýherja hf. eru skráð í OMX Kauphöll
Íslands. 

Stjórn félagsins skipa
Benedikt Jóhannesson, formaður, Árni Vilhjálmsson og
Guðmundur Jóh. Jónsson.
Forstjóri Nýherja er Þórður Sverrisson og veitir hann
nánari upplýsingar í
síma 569-7711 eða 893-3630. Heimasíða Nýherja er
www.nyherji.is
 


nyherji.lykiltolur.31.12.2007.pdf
nyherji arsreikningur 31.12. 2007.pdf