Published: 2007-07-25 17:00:09 CEST
Nýherji hf. - Árshlutareikningur - 6 mán.
2007 - Leiðrétting - Frétt birt: 2007-07-20 18:12:07
Leiðrétting: Bætt hefur verið við enskri þýðingu á fréttatilkynningu.


Afkoma Nýherja á fyrri árshelmingi 2007


Tekjur vaxa um 24%. EBITDA 156 mkr í ársfjórðungnum.

  • Tekjur Nýherja hf. í öðrum ársfjórðungi 2007 voru 2.637,3 mkr og jukust um
   24% frá sama ársfjórðungi árið á undan. 

  • Hagnaður Nýherja hf. eftir skatta í öðrum ársfjórðungi nam 104,1 mkr
   samanborið við 29,4 mkr á sama tímabili árið áður. 

  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld (EBITDA) nam 156,4 mkr
   í öðrum ársfjórðungi og er 301 mkr á fyrri árshelmingi. 

  • Nýherji keypti í maí danska fyrirtækið DanSupport A/S. Um rekstur annars ársfjórðungs

Tekjur Nýherja í öðrum ársfjórðungi voru 2.637,3 mkr en námu 2.123,0 mkr á sama
tíma í fyrra. Hagnaður Nýherja í öðrum ársfjórðungi eftir skatta og
afskriftir var 102,5 mkr samanborið við 29,4 mkr í sama fjórðungi árið áður.
Rekstrarhagnaður af starfseminni nam 132,3 mkr samanborið við 129,4 mkr í sama
ársfjórðungi árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA)
nam 156.4 mkr í ársfjórðungnum en var 154,2 mkr á sama tíma í fyrra. 


Afkoma á fyrri árshelmingi

Á fyrstu sex mánuðum ársins voru tekjur Nýherja 5.026,7 mkr en námu 4.032,2 mkr
á sama tíma árið á undan, og er tekjuaukning því 24,7% milli ára.
Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 300,6 mkr eða
6,0%, en var 312,6 mkr á fyrri helmingi liðins árs. Hagnaður tímabilsins eftir
skatta var 209,0 mkr samanborið við 83,7 mkr á sama tímabili í fyrra. 

Tekjur af vörusölu og tengdri þjónustu voru 3.478,8 mkr og skilaði sú starfsemi
185,0 mkr í rekstrarhagnað. 

Tekjur af hugbúnaði, tengdri þjónustu og ráðgjöf námu 1.624,5 mkr og
rekstrarhagnaður af þessari starfsemi var 69,5 mkr á fyrri árshelmingi. 

Stöðugildi innan Nýherja og dótturfélaga eru samtals 453 og hefur þeim fjölgað
um 29% frá áramótum. Fjármagnsgjöld og þróun eigin fjár

Fjármagnsgjöld Nýherja hf. í öðrum ársfjórðungi námu 5,7 mkr en voru 92,2 mkr á
sama tíma í fyrra. 

Eigið fé Nýherja þann 30. júní 2007 var 1.520,5 mkr. en var 1.397,0 mkr í
ársbyrjun. Af rekstri Nýherja

Nýherji keypti í maí allt hlutafé í DanSupport A/S sem er með höfuðstöðvar í
Óðinsvéum í Danmörku. Félagið sérhæfir sig í uppsetningu og rekstri á tölvu-
og samskiptabúnaði fyrir meðalstór fyrirtæki og veitir auk þess hýsingar- og
ráðgjafaþjónustu. Starfsmenn DanSupport eru 33 ráðgjafar og tæknimenn. Félagið
er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í Kolding á Jótlandi auk
aðalskrifstofunnar í Óðinsvéum. Stefnt er að umtalsverðri stækkun á rekstri
DanSupport á þessu ári og því næsta og er ekki gert ráð fyrir hagnaði af
starfsemi þess fyrr en á næsta ári. 

Verslunin Sense var opnuð í júní til að fylgja eftir miklum vexti í hljóð- og
myndlausnadeild Nýherja. Sense hefur aðsetur í Hlíðasmára 3 í Kópavogi og
býður lausnir fyrir stafrænan lífsstíl þar sem um er að ræða fjölbreytt úrval
mynd- og hljóðlausna fyrir nútíma heimili auk nýjustu tækni við stafræna
stýringu hita-, ljósa- og öryggiskerfa heimila. Starfsmenn Sense eru um 25 og
annast þeir ráðgjöf, sölu og uppsetningu á lausnum Sense. 
 
Á fyrri árshelmingi hefur verið verulegur vöxtur og ágæt afkoma af sölu á
Lenovo og ThinkPad tölvum, Canon búnaði , símkerfum og hljóð- og myndbúnaði. Þá
hefur sala á netþjónum og afritunarlausnum frá IBM og í öryggislausnum frá APC
verið vel umfram áætlanir og eru horfur góðar fyrir síðari árshelming. Afkoma
er góð af tækniráðgjöf og þjónustu, auk þess sem góður árangur er hjá UMSJÁ
hýsingarþjónustu sem aflað hefur margra nýrra viðskiptavina. Dótturfélög

Rekstur AppliCon ehf. og AppliCon A/S í Danmörku var í samræmi við áætlanir
félaganna. Meginverkefni AppliCon A/S er umfangsmikil vinna við innleiðingu
SAP fjárhagslausna hjá DONG Energy A/S auk ráðgjafaverkefna fyrir ýmis stærri
fyrirtæki í Danmörku. AppliCon ehf. á Íslandi vann áfram að uppsetningu
fjármálalausna fyrir Kaupþing á nokkrum helstu starfsstöðvum bankans. Þá var
unnið að innleiðingu SAP fjárhags- og fjármálalausna fyrir ASKAR Capital og
Microsoft uppsetningum fyrir Novator, Landsbanka, Marel og fleiri fyrirtæki. 

Unnið hefur verið að uppbyggingu nýrra AppliCon skrifstofa í London annars
vegar og Stokkhólmi hins vegar til að þjóna mörkuðum í Bretlandi og Svíþjóð. 
Þá hefur AppliCon Solutions A/S í Danmörku fjárfest umtalsvert í þróun á
sérhæfðum hugbúnaði fyrir aðgangsstýringar í SAP. Á fyrri árshelmingi hafa um
65 mkr verið gjaldfærðar hjá móðurfélaginu AppliCon Holding ehf. sem
þróunarkostnaður af þessum þremur verkefnum og gera áætlanir ráð fyrir að sú
fjárfesting skili arði innan tólf mánaða. 

Starfsemi ParX ehf. viðskiptaráðgjafar IBM gekk vel í öðrum ársfjórðungi en
tekjur voru yfir áætlun og afkoma í samræmi við markmið. Ráðgjöfum hjá ParX
fjölgaði og hyggur félagið á frekari ráðningar í haust í takt við góða
verkefnastöðu félagsins. ParX vann m.a. með Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og
Samtökum atvinnulífsins að rannsókn á launamun kynjanna, en rannsóknin byggir á
gögnum úr gagnasafni ParX sem nær til launa ríflega 6.300 starfsmanna hjá um
100 fyrirtækjum. Verkefnastaða ParX er góð og framundan eru verkefni sem unnin
verða fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins, stofnanir og opinber
fyrirtæki. 

Rekstur og afkoma hjá nýju dótturfélögunum Tölvusmiðju Austurlands ehf. og Link
ehf. er samkvæmt áætlun og eru horfur góðar á árinu. Horfur

Tekjur á fyrri árshelmingi eru nokkuð umfram áætlanir og er nú gert ráð fyrir
að heildartekjur Nýherja á árinu verði yfir 10 milljarðar og að áætlanir um
afkomu á síðari árshelmingi gangi eftir. Samþykkt stjórnar

Á stjórnarfundi Nýherja hf. í dag, 20. júlí 2007, samþykkti stjórn félagsins
árshlutareikning fyrir annan ársfjórðung 2007, en hann hefur verið kannaður af
endurskoðendum félagsins. Um Nýherja hf.	

Hlutverk Nýherja er að skapa viðskiptavinum sínum virðisauka með þekkingu
starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina.
Nýherji býður fyrsta flokks ráðgjöf og fagþjónustu á sviði upplýsingatækni, og
vandaðan hugbúnað, tölvu- og skrifstofubúnað ásamt traustri tækni- og
rekstrarþjónustu. Hlutabréf eru skráð í Kauphöll Íslands hf. 

Stjórn félagsins skipa Benedikt Jóhannesson, formaður, Árni Vilhjálmsson og
Guðmundur Jóh. Jónsson. Forstjóri félagsins er Þórður Sverrisson og veitir
hann nánari upplýsingar í síma 569 7711 / 893 3630. Heimasíða Nýherja er
www.nyherji.is.


nýherji árshlutareikningur.pdf
nýherji - lykiltölur.pdf