English Icelandic
Birt: 2007-07-06 11:35:04 CEST
Marel hf.
Fyrirtækjafréttir
- Yfirlýsing stjórnarformanns Marel Food Systems hf. vegna kaupa á hlutum LME ehf. í Stork N.V.
LME ehf. félag í eigu Landsbanka Íslands, Marel Food Systems og Eyris
Invest
hefur eignast um 19,50% hlut í Stork N.V. fyrirtækjasamstæðunni sem er
með
höfuðstöðvar í Naarden, Hollandi. LME er því stærsti einstaki hluthafinn
í
Stork N.V. Markaðsverðmæti hlutarins er nú tæpar 300 milljónir Evra og þar
af
er hlutur Marel Food Systems um 60 milljónir Evra. 

Bæði Stork N.V. og
Marel Food Systems eru skráð félög.  Skráningin bæði
takmarkar og eykur
upplýsingaskyldu félaga.  Kostir skráningar eru fjölmargir.
Stuðningur eigenda
og fjármálamarkaða hefur gert Marel Food System kleift
aðvaxa árlega um 20-25%
árlega síðastliðin tíu ár. 

Marel Food Systems er eina skráða félagið sem
leggur megináherslu á framleiðslu
hátæknibúnaðar til matvælavinnuslu.  Í
iðngreininni er enginn klár leiðtogi,
stærstu fyrirtækin eru með um 10%
markaðshlutdeild.  Fyrirtækin eru ýmist í
eigu fjölskyldna, óskráðra
hlutafélaga eða hluti af fyrirtækjasamstæðum.  Stork
Food Systems er hluti af
fyrirtækjasamstæðu Stork N.V. sem þjónustar einnig
prent, flug- og olíuiðnað. 
LME telur litla eða neikvæða samlegð milli þessara
iðngreina . 

Marel Food
Systems og Stork Food Systems hafa átt farsælt samstarf í þróun
og
markaðssetningu hátæknibúnaðar til matvælavinnslu undanfarin átta
ár.
Samstarfið hefur fært viðskiptavinum og hluthöfum beggja félaganna
mikla
virðisaukningu og gefið starfsfólki tækifæri til að takast á við
krefjandi
verkefni á sífellt stækkandi markaðssvæði. 

Meginhluti markaða
beggja félaganna er í dag í Evrópu og Norður-Ameríku, en
framundan er mikil
uppbygging á nýjum mörkuðum í Austur Evrópu, Suður-Ameríku,
og Asíu.  Saman
væru Stork Food Systems og Marel Food Systems í fararbroddi á
heimsvísu í
framleiðslu og þróun hátæknibúnaðar til matvælavinnslu með um
15-20%
markaðshlutdeild á þessum markaði. 

Í desember 2005 gerði Marel Food Systems
skilyrt tilboð í allt hlutafé Stork
Food Systems.  Marel Food Systems hefur
því í um nítján mánaða skeið reynt að
sameina rekstur sinn við samstarfsfélaga
sinn, Stork Food Systems.  Á sama tíma
hefur Marel Food Systems tvöfaldað
stærð sína með yfirtökum á AEW-Delford í
Bretlandi og Scanvægt í Danmörku.


Í febrúar 2006 tilkynnti LME að það ætti rúman 5% hlut í Stork N.V. og
upplýsti
að tilgangur fjárfestingarinnar væri að tryggja áframhaldandi
samstarf Marel
Food Systems og Stork Food Systems.  Þegar eignarhlutur LME í
Stork N.V. var
fyrst keyptur áttu stjórnendur Stork N.V. í viðræðum við ýmsa
fjárfesta um
hvort taka ætti félagið af markaði.  Sú könnun hafði í för með
sér því að
stjórnendur töldu meira rými til virðisaukningar með því að vera á
markaði og
hættu því við afskráningu félagsins. 

Nú fyrir skömmu tilkynnti
LME til hollenskra yfirvalda að það hefði aukið hlut
sinn í tæp 11% hlut í
Stork N.V.  Í kjölfarið birtu stjórnendur Stork N.V.
yfirlýsingu um að
Candover með stuðningi og þáttöku þeirra hyggðist gera
yfirtökutilboð í
fyrirtækjasamstæðu Stork N.V. á genginu 47 .  Á síðustu vikum
hefur LME aukið
við hlut sinn í Stork Nv. og birti fyrir skömmu opinberlega að
það ætti tæp
17%. Í dag er eignarhlutur LME í Stork NV. um 19,50%. 

LME sem stærsti
einstaki hluthafi Stork NV mun ekki taka tilboði í hlutabréfin
á genginu 47. 
Eigendur LME telja að það sé rými fyrir frekari verðmætasköpun
innan
félagsins.  Samhljóma álit hefur komið frá fleiri stórum hluthöfum Stork
N.V.


LME mun á næstu vikum ræða við alla hagsmunaaðila sem málið varðar um lausn
og
hvernig framtíð félaganna verður best háttað. 

Árni Oddur Þórðarson,
stjórnarformaður Marel Food Systems hf.