Icelandic
Birt: 2007-04-24 15:30:02 CEST
Origo hf.
Árshlutareikningar
- 3 mánaða uppgjör 2007
Afkoma Nýherja í fyrsta ársfjórðungi 2007

• Hagnaður fyrsta ársfjórðungs 105
mkr. Tekjur aukast um 25% milli ára.
• EBIDTA 144 mkr í ársfjórðungnum.
•
Nýherji kaupir Link ehf., áætlaðar  árstekjur um 350 mkr.


Um rekstur
fyrsta árfjórðungs

Tekjur Nýherja í fyrsta ársfjórðungi námu 2.389,5 mkr og
jukust um 25% frá sama
ársfjórðungi árið áður og er að mestu um að ræða innri
vöxt.  Rekstrarhagnaður
af starfsemi Nýherja var 122,1 mkr, en hagnaður eftir
skatta og afskriftir nam
105 mkr.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og
afskriftir (EBIDTA) var
144,2 mkr í ársfjórðungnum. 

Vörusala og tengd
þjónusta jókst um 354,2 mkr eða 28% samanborið við sama
ársfjórðung á síðasta
ári og námu tekjur af þessum þætti 1.625,2 mkr í
ársfjórðungnum. 
 

Heildartekjur af hugbúnaði, tengdri þjónustu og ráðgjöf innan
dótturfélaga
Nýherja námu 804,0 mkr og jukust um 20% á milli ára. 
Rekstrarhagnaður þessarar
þjónustu var 68,3 mkr í fjórðungnum og gera áætlanir
ráð fyrir að vaxandi hluti
af tekjum og hagnaði Nýherja verði af þessum þáttum
í starfseminni á næstu
árum.  Tekjur af starfsemi erlendra dótturfélaga námu
315,9 mkr í fyrsta
ársfjórðungi, en tekjur hérlendis voru 2.073,4 mkr. 
Erlendar tekjur má rekja
til starfsemi AppliCon í Danmörku, Bretlandi og
Svíþjóð. 

Stöðugildi innan Nýherja og dótturfélaga eru samtals 386 og hefur
þeim fjölgað
um 28 frá áramótum, þar af 13 hjá dótturfélögum.



Fjármagnsliðir 

Í fyrsta ársfjórðungi voru fjármunatekjur að
frádregnum fjármagnsgjöldum
jákvæðar um 16 mkr, en fjármagnsliðir í sama
ársfjórðungi árið áður voru
neikvæðir um 59,7 mkr. Mestu veldur að gengi
krónunnar styrktist í ár en
veiktist í fyrra. 

Af rekstri
Nýherja

Nýherji keypti öll hlutabréf í félaginu Link ehf. og er bókfærð
viðskiptavild
vegna kaupanna 79 mkr.  Árlegar tekjur Links ehf. eru ríflega
350 mkr, en
félagið er umboðs-og dreifingaraðili á vörum frá m.a. Sony,
Panasonic og fleiri
þekktum framleiðendum.  Linkur ehf. verður rekið sem
dótturfélag Nýherja og
verður starfsemi þess tekin inn í reikninga félagsins
frá 1. apríl. 

Vöxt í tekjum Nýherja má m.a. rekja til mikillar aukningar í
sölu á IBM
netþjónum, einkum IBM Blade lausnum og UNIX netþjónum. Þá hefur
verið mikil
sala á Avaya símkerfum, IBM hugbúnaði, Lenovo fartölvum og ýmsum
Canon
neytendavörum. Þjónusta á sviði hýsingar, alrekstrarþjónustu
og
hugbúnaðarráðgjafar er stöðugt vaxandi hluti tekna félagsins og var m.a.
unnið
að innleiðingu á alrekstrarþjónustu fyrir ASKAR Capital og BM Vallá
í
ársfjórðungnum. 
 
 
Dótturfélög

Rekstur AppliCon félaganna gekk vel á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs og var
velta og afkoma umfram áætlanir. AppliCon
A/S í Danmörku hóf í upphafi ársins
stórt verkefni við uppsetningu SAP lausna
hjá DONG (Danish Oil and Naturgas)
auk ýmissa annarra SAP verkefna. AppliCon
ehf. á Íslandi vann áfram mörg
verkefni fyrir Kaupþing, meðal annars í Noregi.
Einnig hófst í febrúar
innleiðing á SAP fjárhags- og fjármálalausnum fyrir
ASKAR Capital. Þá er unnið
að ýmsum Microsoft lausnum, svo sem Microsoft CRM
lausn fyrir Mastercard og
Innranet og Microsoft SharePoint lausn fyrir N1.
Rekstur AppliCon Ltd. í
Bretlandi gengur samkvæmt áætlun og hafa sjö ráðgjafar
þegar verið ráðnir þar
til starfa. Í Svíþjóð tók AppliCon til starfa í upphafi
ársins og hefur verið
unnið að undirbúningi að rekstri og ráðningu starfsmanna
í Stokkhólmi. 

ParX, viðskiptaráðgjöf IBM hefur ráðið til sín sex nýja
ráðgjafa á fyrsta
ársfjórðungi og er það gert í takti við aukin verkefni og
vaxandi þarfir
viðskiptavina. ParX hefur að undanförnu einkum unnið að
verkefnum fyrir stærri
fyrirtæki og stofnanir, meðal annars fyrir Fjarðarál,
úttekt á starfsmannamálum
150 ríkisstofnana, verkefni í tengslum við
atvinnuuppbyggingu sveitarfélaga og
alþjóðlega þjónusturannsókn fyrir GFK
vegna IKEA. Sérfræðingar ParX ehf. starfa
á fjórum megin fagsviðum; 
fjármálum, stjórnunar- og markaðsmálum og
starfsmannamálum, auk þess sem
sérstakt svið er fyrir opinbera stjórnsýslu. 


Horfur

Tekjur í fyrsta
ársfjórðungi voru nokkuð umfram áætlanir og afkoma í samræmi
við áætlun.
Söluhorfur í öðrum ársfjórðungi eru góðar og því er gert ráð fyrir
að áætlanir
félagsins gangi eftir. 


Samþykkt stjórnar

Á stjórnarfundi Nýherja hf. í
dag, 24. apríl 2007, samþykkti stjórn félagsins
árshlutareikning fyrsta
ársfjórðungs 2007, en hann hefur verið kannaður af
endurskoðendum félagsins.



Um Nýherja

Nýherji er markaðsdrifið þekkingarfyrirtæki á sviði
upplýsingatækni og
ráðgjafar.  Hlutverk Nýherja er að skapa viðskiptavinum
virðisauka með þekkingu
starfsfólks á upplýsingatækni, rekstri og
viðskiptavinum.  Félagið er eitt
öflugasta upplýsingatæknifyrirtæki landsins
með víðtækt framboð af vörum,
þjónustu og lausnum fyrir fyrirtæki og
einstaklinga. 

Stjórn félagsins skipa Benedikt Jóhannesson, formaður, Árni
Vilhjálmsson og
Guðmundur Jóh. Jónsson.  Forstjóri félagsins er Þórður
Sverrisson og veitir
hann nánari upplýsingar í síma 569 7711 / 893 3630. 
Heimasíða Nýherja er
www.nyherji.is.
 


nyherji.lykiltolur.31.3.2007.xls
nyherji arshlutareikningur 31.3.2007.pdf