Published: 2007-04-18 12:10:32 CEST
Hagar hf. - Fyrirtækjafréttir
- Baugur Group eignast 95% í Högum
Baugur Group hefur keypt allan eignarhlut félaganna Talden Holding S.A. og
Orchides Holding S.A., í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar.
Um er að ræða kaup á 26,3% eignarhlut í Högum og er hlutur Baugs Group í
félaginu því orðinn 95%. Þá eru þau 5% sem eftir eru í fyrirtækinu í eigu
félagsins sjálfs og starfsmanna. Kaupin miðast við 28. febrúar síðastliðinn.
Pálmi og Jóhannes, sem báðir voru stjórnarmenn í Högum, hafa við þessi tímamót
látið af stjórnarsetu í Högum.