English Icelandic
Birt: 2007-03-28 10:39:56 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir
Sala Kaupþings banka á öllu hlutafé í Eik fasteignafélagi
Kaupþing banki hf. hefur gengið til samninga við Eikarhald ehf. um sölu á öllu
hlutafé í Eik fasteignafélagi hf. Gengið verður frá viðskiptunum 4. apríl nk.
þegar greiðsla og afhending hlutafjárins fer fram. Kaupverðið verður greitt með
reiðufé.

Eikarhald ehf. er í eigu Baugs Group hf. (22,7%), FL Group hf. (49%),
Fjárfestingafélagsins Primus ehf. (10,15%) og Saxbygg ehf. (18,15%).

Hagnaður
Kaupþings banka hf. vegna sölunnar nemur um fjórum milljörðum króna, sem munu
bókfærast í 2. ársfjórðungi 2007.

Velta Eikar fasteignafélags hf. 2006 var
1.181 milljón króna. Hagnaður fyrir skatta var 582 milljónir króna. Bókfært
virði eigna 31.12.2006 var 14.600 milljónir króna og bókfært virði skulda
31.12.2006 var 12.475 milljónir króna. Hjá félaginu starfa átta
manns.

Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings banka hf. hafði umsjón með sölunni.

Nánari
upplýsingar:
Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Kaupþings
banka hf. í síma 444 6112, og Jóhann Pétur Reyndal, framkvæmdastjóri
Fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka hf. í síma 444 6815.