Icelandic
Birt: 2006-10-30 10:03:40 CET
Hagar hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)
Hagar - 6 mánaða uppgjör 2006
Lykiltölur í millj. kr. - samstæða


Rekstrarreikningur	1.3-31.08.06	
	1.3-31.08.05	 	1.3-31.08.04	
Vörusala	22.241 	 	20.036 	
	20.474	
Kostnaðarverð seldra vara	(16.602)	 	(15.797)	
	(15.037)	
Framlegð	5.639  	 	4.239 	 	5.437	
Aðrar rekstrartekjur	17 	 	45 	
	87	
Rekstrargjöld	(4.619)	 	(4.415)	 	(4.839)	
Hagnaður (tap) fyrir afskriftir
og fjármagnsliði 	1.037  	 	(131)	 	685	
Afskriftir rekstrarfjármuna	(418)	
	(431)	 	(580)	
Hagnaður (tap) fyrir fjármagnsliði	619  	 	(562)	
	105	
Fjármagnsliðir	(766)	 	(659)	 	(645)	
Söluhagnaður eignarhluta í
félögum	0 	 	0 	 	2.409	
(Tap) hagnaður fyrir skatta	(147)	 	(1.221)	
	1.869	
Tekjuskattur	26 	 	201 	 	(572)	
(Tap) hagnaður fyrir aflagða
starfsemi	(121)	 	(1.020)	 	1.297	
Aflögð starfsemi	0 	 	312 	 	(28)	
(Tap)
hagnaður ársins	(121)	 	(708)	 	1.269	


Efnahagsreikningur	31.08.2006	
	28.02.2006	 	28.02.2005
Eignir:	 	 	 	 	 
Fastafjármunir	16.346 	 	15.643 	
	23.731 
Veltufjármunir	8.040 	 	11.418 	 	10.286 
Eignir alls	24.386 	 	27.061
	 	34.017 
 	 	 	 	 	 
Eigið fé og skuldir:	 	 	 	 	 
Eigið fé   	6.825 	
	6.946 	 	5.949 
Víkjandi lán	675 	 	675 	 	675 
Eigið fé og víkjandi lán	7.500
	 	7.621 	 	6.624 
Tekjuskattskuldbinding	0 	 	0 	 	959 
Langtímaskuldir	8.926
	 	8.483 	 	17.402 
Vaxtaberandi skammtímaskuldir	2.694 	 	6.337 	 	3.914

Aðrar skammtímaskuldir	5.266 	 	4.620 	 	5.118 
Eigið fé og skuldir
samtals	24.386 	 	27.061 	 	34.017 


Árshlutareikningur Haga hf. 
Á
stjórnarfundi félagsins þann 27. október 2006 var árshlutareikningur félagsins
fyrir tímabilið 1. mars 2006 til 31. ágúst 2006 staðfestur af stjórn og
forstjóra félagsins.  Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning
félagsins og dótturfélaga þess. 

Hlutafé félagsins nam 1.015 millj. kr. í lok
reikningsársins.  Hluthafar félagsins í lok tímabilsins eru:

Baugur Group hf.
					72,8%
Talden Holding S.A. og Orchides Holding
S.A.		27,2%

Rekstur
Rekstrartekjur félagsins námu  22.241 millj. kr. en
rekstrargjöld án afskrifta námu 4.619 millj. kr. Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.037 millj. kr.  Afskriftir námu 418
millj. kr. og hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 619 millj. kr. á
tímabilinu.  Tap félagsins fyrir skatta, að teknu tilliti til fjármagnsliða nam
147 millj. kr., en fjármagnsliðir voru nettó neikvæðir um 766 millj. kr.  Að
teknu tilliti til reiknaðra skatta nam tap félagsins  121 millj. kr. á
tímabilinu.  

Fyrirtæki Haga eru
eftirfarandi:

Bónus				Debenhams				
Hagkaup			Ferskar
kjötvörur				
10-11				Noron (Zara)
Aðföng				Útilíf
Stórkaup
			Res
Topshop			Bananar
Hýsing				Íshöfn

Stöðugildi hjá félaginu þann
31.ágúst námu 1.608.

Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 24.386 millj. kr.
í ágústlok 2006.  Fastafjármunir námu samtals  16.346 millj. kr. og
veltufjármunir námu 8.040 millj. kr. en þar af nema kreditkortakröfur 2.741
millj. kr.  Heildarskuldir félagsins námu 16.886 millj. kr., þar af  námu
langtímaskuldir 8.926 millj. kr.  Eigið fé og víkjandi lán nam 7.500 millj. kr.
eiginfjárhlutfall að teknu tilliti til víkjandi láns var 31 % í ágústlok 2006. 


Staða og horfur
Fyrri hluti rekstrarárs Haga hefur að mörgu leiti gengið vel
og afkoma í samræmi við áætlanir stjórnenda.  Sala hjá fyrirtækjum Haga hefur
verið góð og viðskiptavinum hefur fjölgað.  Á síðasta rekstrarári hafði
samkeppni á matvörumarkaði mikil áhrif á rekstur félagsins.  Hagar stóðust
áhlaup keppinauta og standa sterkari eftir.  Samkeppni á matvörumarkaði er enn
mikil og framlegð þar óviðunandi ef horft er til lengri tíma. 
 
Hagar tóku við
rekstri nokkurra tískuvöruverslana í Kringlunni og í Smáralind í upphafi
rekstrarársins eftir kaup félagsins á fyrirtækjunum RES og Íshöfn.  Fyrirtækin
hafa samlagast rekstri Haga vel og styrkja rekstrargrunn félagsins.  
 
Ytri
aðstæður hafa mikil áhrif á rekstur félagsins.  Samkeppni, gengisþróun,
eftirspurnarstig og kaupmáttur neytenda hefur þar mikil áhrif.  Þrátt fyrir að
eftirspurn á íslenskum smásölumarkaði hafi verið mikil á árinu, hefur
gengisþróun og aukin samkeppni haft neikvæð áhrif á framlegð félagsins. 
Neytendum standa fjölmargir valkostir til boða og samkeppni um viðskiptavininn
hefur aldrei verið harðari.  Félagið hefur sem fyrr notið mikillar velvildar
viðskiptavina, enda kappkostað að mæta óskum þeirra í hvívetna.  Stöðugt er
unnið að þróun verslana félagsins með það að markmiði að þörfum viðskiptavina
sé mætt.   
 
Ríkisstjórn Íslands hefur tilkynnt um aðgerðir til lækkunar á
matvælaverði.  Hagar hafa fagnað tillögum ríkisstjórnarinnar, enda um verulega
kjarabót að ræða fyrir íslensk heimili.  Matvara hefur verið ofurskattlögð á
Íslandi.  Reiknað er með að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi áhrif á næsta ári,
þar sem þær koma til framkvæmda 1. mars.
 
Hagar reikna með áframhaldandi
samkeppni á matvörumarkaði.  Rekstur Haga á seinni hluta ársins er að jafnaði
betri en fyrri hluta ársins vegna jóla.  Á seinni hluta ársins er sterkara
sölutímabil, sem að jafnaði bætir afkomu félagsins.  Stjórnendur gera ráð fyrir
að áætlanir um afkomu ársins standist, enda staða fyrirtækja Haga sterk.  Eftir
sölu Skeljungs í lok síðasta rekstrarárs er efnahagur félagsins sterkur. 
Stjórnendur líta því björtum augum til framtíðar.   


Nánari upplýsingar
veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga í síma 530 5500

 


Hagar 6 man 2006.pdf