Published: 2006-07-26 09:32:54 CEST
Eik fasteignafélag hf. - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)
Eik fasteignafélag - 6 mánaða uppgjör
Sex mánaða uppgjör Eikar fasteignafélags hf.

Vexti Eikar fasteignafélags hf. var framhaldið á fyrstu tveimur ársfjórðungum
ársins 2006, eins og staðfestur árshlutareikningurinn sýnir fram á, svo ekki
verði um villst. Helstu lykiltölur eru eftirfarandi í milljónum króna: 

	30.6.2006	30.6.2005	30.6.2004	30.6.2003
Velta
............................................................................	562
,6	413,4	266,8	145,3 
EBITDA
.........................................................................	426,4	
301,6	202,7	117,6 
Hagnaður fyrir skatta
.....................................................	241,2	148,3	63,5	36,8 
Hagnaður eftir skatta
.....................................................	200,2	123,7	53,5	30,1 
Arðsemi eiginfjár
...........................................................	24,3%	12,9%	7,5%	9,5
% 
Heildareignir..................................................................	
14.745,1	8.770,9	5.768	3.093,5 
Eigið fé
........................................................................	1.846,9
	1.084,0	768,3	498,7 
Eigið fé, víkjandi lán og tekjuskattsskuldbinding
................	2.639,6	1.673,0	1.171,1	734,2 
Hlutfall eiginfjár, víkjandi lána og tekjuskattsskuldbindingar 
	17,9%	19,1%	20,3%	23,7% 
Handbært fé frá rekstri
...................................................	241,6	-17,9	152,5	47,9 


Starfsemi Eikar fasteignafélags hf. snýst um kaup, rekstur og útleigu
atvinnuhúsnæðis. Á þeim árshluta sem nú er gerður upp hafa 8.017 fermetrar bæst
í eignarsafn félagsins. Hagnaður Eikar á tímabilinu nam rúmlega 200 milljónum
króna, á meðan tekjur félagsins á sama tímabili voru rúmlega 562 milljónir
króna. Hefur því hagnaðurinn sem og tekjur félagsins vaxið umfram væntingar.
Lykiltölur ársins 2006 og samanburðartölur frá árunum 2005, 2004 og 2003 sýna
með ótvíræðum hætti fram á sterka stöðu Eikar fasteignafélags. 

Á tímabilinu sem um ræðir hefur endurkaupsstuðull (e. payback) fasteigna lækkað
umtalsvert og er meðaltalið nú komið niður í 115 mánuði. Ástæðuna má rekja til
vaxtahækkana á lánamarkaði sem hafa haldið aftur af frekari hækkun
húsnæðisverðs, þrátt fyrir að leiguverð á fermetra hafi hækkað hratt.  Þau
áhrif sem vaxtahækkanir hafa á verðmat fasteigna félagsins hefur hins vegar
mjög takmörkuð áhrif á starfsemi Eikar, þar sem núgildandi lánasamningar í
íslenskum krónum bera fasta vexti sem í nær öllum tilfellum eru á betri kjörum
en bjóðast í dag.  Staða félagsins er því ótvírætt sterk. 

Virðisútleiguhlutfall Eikar er afburðagott, en tæp 98% af fjárfestingaeignum
félagsins eru í útleigu. Heildarverðmæti eigna Eikar í lok tímabilsins sem um
ræðir nam 14,7 milljörðum króna, en nemur nú rúmum 15 milljörðum. Flestar
fasteignir Eikar eru í beinni eigu félagsins, en þó á Eik þrjú dótturfélög:
Skeifuna 8 ehf., Klapparstíg 27 ehf. og Sætún 8 ehf., sem öll eru rekin í
kringum rekstur samnefndra fasteigna. Þá ber að geta þess að Eik á 47,8% hlut í
færeyska fasteignafélaginu P/f Fastogn. Í dag er heildarfjöldi fasteigna Eikar
58, séu erlendar eignir félagsins taldar með. 

Gengistap Eikar fasteignafélags á tímabilinu nam 390 milljónum króna, en á sama
tíma jókst markaðsvirði fasteigna félagsins meira en því nemur, þar sem hluti
tekna félagsins er í erlendri mynt. Tekjurnar á tímabilinu í erlendum myntum
námu 80 milljónum króna. 

Reikningsskilaaðferðin
Árshlutareikningurinn er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferð og ársskýrsla
félagsins frá 2005, sem merkir að hann er gerður á grundvelli kostnaðarverðs,
að því undanskildu að fjárfestingaeignir eru færðar á gangvirði. 

Við gerð ársreiknings fyrir árið 2005 var reikningsskilaaðferðum breytt á þann
hátt að eignir sem móðurfélagi nýtti voru færðar meðal fjárfestingareigna en
ekki rekstrarfjármuna, eins og áður hafði verið gert, þ.m.t. í
árshlutareikningi 30. júní 2005. Samanburðarfjárhæðum í rekstrarreikningi og
sjóðstreymi árshlutareikningsins 30. júní 2006 hefur verið breytt til samræmis
við þessa nýju aðferð, en lykiltölurnar í töflunni hér að ofan eru þær sömu og
voru samþykktar af stjórn félagsins hverju sinni.  Birtur hagnaður samkvæmt
árshlutareikningi 30. júní 2005 nam 123,7 milljónum króna en hækkar vegna
breytinganna um 34,8 milljónir króna. 

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. staðfesti árshlutareikninginn þann 25. júlí
2006. 

Næstu sex mánuðir
Enginn vafi er á að Eik mun halda áfram að vaxa og dafna á næstu tveimur
ársfjórðungum ársins 2006. Áætlanir ársins, sem byggja á þegar samþykktum
framkvæmdum og núgildandi samningum, auk árshlutauppgjörsins fyrir fyrstu sex
mánuði ársins, gefa fullt tilefni til bjartsýni. Rekstri félagsins verður
framhaldið með sama sniði og áður, sem mun kalla á enn frekari kaup, byggingu
og útleigu fasteigna. 

Eik fasteignafélag hf. var stofnað í september 2002 og hefur því starfað í
nærri fjögur ár. Eik er í eigu KB banka og dótturfélags hans. Í byrjun árs 2002
var félagið nær algjörlega í eigu Lýsingar hf. en var selt til KB banka snemma
árs 2005. 

Stefna félagsins er að veita framúrskarandi þjónustu og hafa eignir sínar
ávallt í fullkomnu ásigkomulagi. Í samræmi við þessa stefnu hefur Eik ráðist í
umtalsverðar breytingar á fjölmörgum eignum félagsins, svo tryggja megi að þær
haldist í senn glæsilegar, nútímalegar og endingagóðar. 

Á sama tíma og starfsmenn Eikar eru þakklátir fyrir ánægjulegt samstarf við
leigutaka á árinu, hlökkum við til áframhaldandi góðs samstarfs við núverandi
leigutaka, sem og góðs samstarfs við tilvonandi viðskiptavini. 

Frekari upplýsingar gefur:
Garðar Hannes Friðjónsson
framkvæmdastjóri Eikar fasteignafélags hf.
S. 590-2200


Eik fasteignafélag 06 2006.pdf