Icelandic
Birt: 2006-05-24 16:14:39 CEST
Hagar hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)
Hagar - Ársuppgjör 2006
Lykiltölur í millj. kr. - samstæða

Rekstrarreikningur	2005/06 	2004/05
	2003/04
Vörusala	58.429  	46.133  	38.428  
Kostnaðarverð seldra vara	(     
46.098 )	(      34.657 )	(      28.140 )
Framlegð	12.331  	11.476  	10.288 

Aðrar rekstrartekjur	584  	244  	454  
Rekstrargjöld	(      11.312 )	(       
9.972 )	(        9.210 )
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði
(EBITDA)	1.603  	1.748  	1.532  
Afskriftir rekstrarfjármuna	(        1.216 )	(
       1.522 )	(        1.107 )
Hagnaður fyrir fjármagnsliði	387  	226  	425 

Fjármagnsliðir	198  	1.308  	(           451)
Hagnaður fyrir skatta	585 
	1.534  	(             26 )
Tekjuskattur	412  	(           204 )	(          
175 )
Hagnaður fyrir hlutdeild minnihluta	997  	1.330  	(           201
)
Hlutdeild minnihluta	0  	(             28 )	(           173 )
Hagnaður
ársins	997  	1.302  	(           374
)
			
			
Efnahagsreikningur	28.02.2006	28.02.2005	29.02.2004
Eignir:	 	 	

Fastafjármunir	15.644  	23.731  	16.849  
Veltufjármunir	11.417  	10.286 
	6.636  
Eignir alls	27.061  	34.017  	23.485  
 	 	 	 
Eigið fé og skuldir:	 	
	 
Eigið fé   	6.946  	5.949  	4.464  
Víkjandi lán	675  	675  	2.000  
Eigið
fé og víkjandi lán	7.621  	6.624  	6.464  
Tekjuskattskuldbinding	0  	959  	0 

Langtímaskuldir	8.483  	17.402  	9.649  
Vaxtaberandi skammtímaskuldir	6.337 
	3.914  	2.642  
Aðrar skammtímaskuldir	4.620  	5.118  	4.730  
Eigið fé og
skuldir samtals	27.061	34.017	23.485


Ársreikningur Haga hf. 
Á stjórnarfundi
félagsins þann 24. maí 2006 var ársreikningur félagsins fyrir reikningsárið 1.
mars 2005 til 28. febrúar 2006 staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins. 
Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga
þess.   Stjórn félagsins leggur til að  ekki verði greiddur arður til hluthafa
á árinu 2006.

Hlutafé félagsins nam 1.015 millj. kr. í lok reikningsársins. 
Hluthafar félagsins voru 5 í lok reikningsársins og áttu þessir hluthafar yfir
10% í félaginu:

Baugur Group hf. 					47,4%
Fasteignafélagið Stoðir hf.
				24,1%
Talden Holding S.A. og Orchides Holding
S.A.		27,3%


Rekstur
Rekstrartekjur félagsins námu  59.013 millj. kr. en
rekstrargjöld án afskrifta námu 57.410 millj. kr. Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1.603 millj. kr.  Afskriftir námu
1.216 millj. kr. og hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 387 millj. kr. á
rekstrartímabilinu.  Hagnaður  félagsins fyrir skatta, að teknu tilliti til
fjármagnsliða nam 585 millj. kr., en fjármagnsliðir voru nettó jákvæðir um 198
millj. kr.  Að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam hagnaður félagsins 997
millj. kr. á rekstrarárinu 2005/06.  

Fyrirtæki Haga eru
eftirfarandi:

Bónus				Debenhams				
Hagkaup			Ferskar
kjötvörur				
10-11				Noron (Zara)
Aðföng				Útilíf
Stórkaup
			Res
Topshop			Bananar
Hýsing

Hjá félaginu starfa 2.376
manns.

Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 27.061 millj. kr. í febrúarlok
2006.  Fastafjármunir námu samtals 15.644 millj. kr. og veltufjármunir námu
11.417 millj. kr. en þar af nema kreditkortakröfur 2.300 millj. kr. 
Heildarskuldir félagsins námu  19.440 millj. kr., þar af  námu langtímaskuldir
8.483 millj. kr.  Eigið fé og víkjandi lán nam 7.621 millj. kr.
eiginfjárhlutfall að teknu tilliti til víkjandi láns var 28% í febrúarlok 2006.
 Skammtímakrafa að fjárhæð 5.050 millj. kr. var greidd í mars og apríl 2006 og
notuð til að greiða niður vaxtaberandi skammtímaskuldir.  Eftir þessa breytingu
verður eiginfjárhlutfall að teknu tilliti til víkjandi láns 35%.


Staða og
horfur
Nokkur breyting varð á rekstri og efnahag félagsins á liðnu rekstrarári.
 Veigamesta breytingin er sala félagsins á öllu hlutafé í Skeljungi og sala á
öllu hlutafé í Trenor, sem er smásölufyrirtæki sem starfar á Norðurlöndum.  Þá
fjárfesti félagið í tískuvöruverslunum á Íslandi, sem selja vörur undir vel
þekktum alþjóðlegum vörumerkjum.  Eftir þessar breytingar eru áherslur
félagsins fyrst og fremst rekstur smásöluverslana á Íslandi og fyrirtækjum í
tengdri starfsemi.  Hagar reka nú glæsilegt safn vörumerkja á smásölumarkaði, í
matvöru og sérvöru.
 
Síðasta ár var þungt í rekstri.  Afkoma fyrir
fjármagnsliði og afskriftir er langt undir væntingum stjórnenda félagsins. 
Rekstrarárið einkenndist af mjög harðri verðsamkeppni á matvörumarkaði, sem
varð þess valdandi að afkoma félagsins er nokkuð undir áætlunum og væntingum. 
Verðstríðið hefur leitt til þess að hagrætt hefur verið á ýmsum sviðum og
árangur hefur náðst í hagstæðari innkaupum.   Viðskiptavinum hefur fjölgað og
samfara því hefur velta aukist.  Hagar hafa því styrkt stöðu sína á liðnu
rekstrarári.  Félagið hefur notið mikillar velvildar viðskiptavina og var Bónus
kosið vinsælasta fyrirtæki ársins, enn eitt árið, auk þess sem fyrirtækið hlaut
neytendaverðlaun Neytendasamtakanna og Bylgjunnar.  Á matvörumarkaði hefur
Bónus ávallt boðið lægsta vöruverðið undanfarin 17 ár, Hagkaup mesta
vöruúrvalið og þjónustuna og 10-11 lengstan opnunartíma.  Þessi þrjú fyrirtæki
félagsins hafa forystu á íslenskum markaði, hvert á sínu sviði.
 
Ánægjulegur
árangur hefur náðst á sérvöruhlið félagsins, þar sem fyrirtækin hafa vaxið og
dafnað.  Margar verslanir félagsins hafa sterka stöðu á markaðnum og eiga sér
tryggan viðskiptavinahóp.  Með fjárfestingum í tískuvöruverslunum hafa
sérvöruverslanir fengið aukið vægi í rekstri félagsins og fjölmörg tækifæri þar
framundan.
 
Eðlilegt er að reikna með áframhaldandi verðstríði á
matvörumarkaði, sem mun áfram hafa áhrif á afkomu félagsins.  Umræða um hátt
verðlag á matvörum á Íslandi hefur í auknum mæli beinst að stjórnvöldum, enda
fáar þjóðir, sem búa við jafnmikla skattlagningu og höft í verslun með matvöru.
 Stjórnendur félagsins hafa bent á margar leiðir til þess að einfalda gjaldtöku
hins opinbera og lækka álögur á nauðsynjavörur og sjálfsagðar neysluvörur.  Það
er ánægjulegt að nú skuli í fyrsta sinn rætt, um aukið frelsi í verslun með
matvörur, m.a. um lækkun á gjaldtöku hins opinbera og auknu frelsi við
innflutning matvara.
 
Staða félagsins við þessi tímamót er mjög sterk.  Sala
eigna og minnkun skulda hefur gjörbreytt efnahag félagsins, sem gefur tækifæri
til enn frekari vaxtar.  Fjölbreyttari starfsemi á sviði smásölu hefur styrkt
stoðir félagsins auk þess sem sala á rekstri á Norðurlöndum og áhersla á
rekstur á Íslandi einfaldar umsvif félagsins.  Árangur félagsins hefur leitt
til þess að félagið er eftirsóttur samstarfsaðili á mörgum sviðum, sem skapar
félaginu fjölmörg tækifæri.


Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason,
forstjóri Haga í síma 530 5500

 


Hagar 12 2006.pdf