Published: 2006-03-06 10:52:05 CET
MP Fjárfestingarbanki hf. - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)
MP Fjárfestingarbanki - Ársuppgjör 2005
Stjórn MP Fjárfestingarbanka hf. samþykkti ársreikning bankans fyrir árið 2005
á fundi sínum föstudaginn 3. mars 2006. 

Lykiltölur


Fjárhæðir eru í þúsundum króna	2005	2004	Breyting

Rekstrarreikningur
Vaxtatekjur	944.434	459.329	  106%
Vaxtagjöld	953.162	443.536	  115%
Hreinar vaxtatekjur	( 8.728)	15.793	 (155%)
Aðrar rekstrartekjur	971.285	1.416.637	 ( 31%)
Hreinar rekstrartekjur	962.557	1.432.430	 ( 33%)
Önnur rekstrargjöld	( 288.784)	( 257.182)	   12%
Framlag í afskriftareikning útlána	( 6.000)	0
Hagnaður fyrir tekjuskatt	667.773	1.175.248	  (43%)
Tekjuskattur	( 54.348)	( 161.767)	  (66%)
Hagnaður	613.425	1.013.481	(39%)

Hagnaður á hverja krónu hlutafjár	2,06	3,60	(43%)
Handbært fé frá rekstri	

Efnahagsreikningur
Eignir:
Sjóður og kröfur á lánastofnanir	1.211.809	733.958	65%
Úlán	2.900.351	2.323.458	25%
Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum	19.744.120	8.650.495	128%
Aðrar eignir	1.244.851	554.219	125%
Eignir samtals	25.101.131	12.262.130	105%

Skuldir og eigið fé:
Skuldir við lánastofnanir	1.178.199	2.571.764	(54%)
Lántaka	18.997.764	7.259.493	162%
Aðrar skuldir	1.484.379	423.724	250%
Tekjuskattskuldbinding	20.990	1.259	1.567%
Víkjandi lán	72.632	86.866	(16%)
Eigið fé	3.347.167	1.919.024	74%	25.101.131	12.262.130	105%

Eiginfjárhlutfall (CAD)	28,5%	21,1%	

Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag 

"	Hagnaður af rekstri MP Fjárfestingarbanka hf. nam 613 millj. kr. samanborið
við 1.013 millj. kr. árið 2004, sem var metár í afkomu. 
"	Arðsemi eigin fjár var 34%.
"	Vaxtatekjur námu 944 millj. kr. og hækkuðu um 106% frá árinu áður.
"	Hreinar rekstrartekjur námu 963 millj. kr. og lækkuðu um 33% frá árinu áður
vegna minni gengishagnaðar. 
"	Þjónustutekjur námu 673 millj. kr. og hækkuðu um 57% miðað við 2004.
"	Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi nam 286 millj. kr., samanborið
við 956 millj. kr. árið 2004. 
"	Önnur rekstrargjöld hækkuðu um 12% frá árinu áður og námu 289 millj. kr.
Launakostnaður hækkaði um 15% og nam 183 millj. kr. Annar rekstrarkostnaður
hækkaði um 8%. 
"	Framlag í afskriftareikning útlána nam 6 millj. kr. Afskriftareikningur
útlána í árslok 2005 nam 35 millj. kr. í árslok eða 1,2% af útlánum og veittum
ábyrgðum. 
"	Heildareignir bankans í árslok 2005 voru 25.101 millj. kr. samanborið við
12.262 millj. kr. í ársbyrjun. Hækkunin er 105%. 
"	Útlán til viðskiptamanna í árslok 2005 voru 2.900 millj. kr. samanborið við
2.323 millj. kr. í ársbyrjun. 
"	Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum námu í árslok 19.744 millj. kr. og
hækkuðu um 128% á árinu, þar af námu eignir í skuldabréfum 5.792 millj. kr. og
hlutabréfum 13.804 millj.kr. Félagið hefur gert framvirka samninga og
skiptasamninga á móti verðbréfaeigninni að fjárhæð 10.983 millj. kr. 
"	Lántaka nam í árslok 18.998 millj. kr. og heildarskuldir 21.754 millj. kr.
"	Eigið fé í árslok nam 3.347 millj. kr. samanborið við 1.919 millj. kr. í
ársbyrjun. Hækkunin er 1.428 millj. kr. eða 74%. 
"	Á árinu var hlutafé hækkað. Söluverð hlutafjárins nam 900 millj. kr.
"	Eiginfjárhlutfall (CAD) samstæðunnar í árslok var 28,5% og styrktist á árinu,
því í ársbyrjun var það 21,1% 

Aðalfundur MP Fjárfestingarbanka verður haldinn í lok mars. Stjórn félagsins
mun leggja fram tillögu um að greiddur verði 15% arður eða 150 millj. kr. Það
svarar til 24% af hagnaði ársins. 

Framtíðarhorfur eru góðar

Það er mat stjórnar MP Fjárfestingarbanka hf. að framtíðarhorfur bankans séu
mjög góðar, ekki síst í ljósi sívaxandi tekna bankans af erlendri starfsemi,
aukinna þjónustutekna og vaxandi markaðshlutdeildar á innlendum markaði. Til að
efla vöxt bankans enn frekar var hlutafé aukið um 700 milljónir króna í lok
síðasta árs í forkaupsréttarútboði til hluthafa. 

Góð afkoma rekstrarársins 2005 endurspeglar hagstætt árferði þótt snörp hækkun
langtímavaxta í lok ársins hafi sett strik í reikninginn. Miðað við stöðu
íslenska hagkerfisins, sem virðist nálægt hæsta toppi hagsveiflunnar, verður að
gæta mikillar varúðar við fjárfestinga- og útlánaákvarðanir. 

Þjónustutekjur bankans jukust verulega á árinu og var afkoma þeirrar starfsemi
sú langbesta í sögu bankans. Á starfsárinu var sett á stofn sérstakt
útlánasvið og áhættugreining og innra eftirlit styrkt enn frekar. 

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Valtýsson, framkvæmdastjóri, í síma 540 3200.


MP Fjárfestingarbanki 12 2005.pdf