Icelandic
Birt: 2006-01-17 10:15:55 CET
Kvika banki hf.
Grunnupplýsingar skuldabréfa
MP Fjárfestingarbanki eykur eigið fé um 700 milljónir króna
Á hluthafafundi MP Fjárfestingarbanka hf. 14. desember síðastliðinn var
samþykkt tillaga um að auka eigið fé bankans um 700 milljónir króna í lokuðu
forgangsréttarútboði. Hluthafar í bankanum eru 47 og tóku þeir allir þátt í
hlutafjáraukningunni sem var greidd í lok desember. Í dag er útgefið hlutafé
bankans einn milljarður króna og eigið fé 3,2 milljarðar. 

Hlutafjáraukningin
mun styðja við frekari vöxt og uppbyggingu MP Fjárfestingarbanka hér á landi og
erlendis. Nýlega keypti bankinn, auk fleiri íslenskra fjárfesta, Bank Lviv
bankann í Úkraínu. Þá hefur MP Fjárfestingarbanki aukið hlutdeild sína í
Sparisjóði vélstjóra og á nú tæplega 10% af útgefnu stofnfé sparisjóðsins. 

MP
Fjárfestingarbanki hf. er framsækin fjármálastofnun sem hefur starfsleyfi til
rekstrar lánafyrirtækis og er aðili að Kauphöll Íslands. Hjá bankanum starfar
hópur sérfræðinga með víðtæka menntun og reynslu. Bankinn rekur starfsstöðvar í
þremur löndum utan Íslands í gegnum tengd félög. Alls vinna um 30 manns hjá
bankanum og tengdum félögum.




Nánari upplýsingar veitir:
Sigurður Valtýsson
framkvæmdastjóri í síma 540 3200.