Published: 2005-11-01 09:59:29 CET
Hagar hf. - Árshlutareikningur (Q1 og Q3)
Hagar - 6 mánaða uppgjör
Rekstrarreikningur
1. mars til 31. ágúst 2005	 	 	 	 	 
Rekstrartekjur	 	 	 	 	28.866
Rekstrargjöld	 	 	 	 	(28.252)
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA)	 	614
Afskriftir rekstrarfjármuna	 	 	 	(606)
Hagnaður fyrir fjármagnsliði	 	 	 	8
Fjármagnsliðir	 	 	 	 	(826) 
Tap fyrir skatta	 	 	 	 	(818)
Tekjuskattur	 	 	 		110
Tap ársins	 	 	 	 	(708) 
 	 	 	 	 	 	 
Efnahagsreikningur	 	 	 	31.8.2005	28.2.2005
Eignir:	 	 	 	 	 	 
Fastafjármunir	 	 	 	23.710 	23.731 
Veltufjármunir	 	 	 	13.408 	10.286 
Eignir samtals	 	 	 	 	37.118 	34.017 
 	 	 	 	 	 	 
Eigið fé og skuldir:	 	 	 	 	 
Eigið fé  	 	 	 	 	5.243 	5.949 
Víkjandi lán	 	 	 	675 	675 
Eigið fé og víkjandi lán	 	 	5.918 	6.624 
 	 	 	 	 	 	 
Tekjuskattsskuldbinding				828	959
Langtímaskuldir	 	 	 	17.077 	17.402 
Vaxtaberandi skammtímaskuldir	 	 	6.890 	3.914 
Aðrar skammtímaskuldir	 	 	6.405	5.118 
Eigið fé og skuldir samtals	 	 	37.118 	34.017 
 	 	 	 	 	 	 
Sjóðstreymi	 	 	 	1.3 - 31.8 2005	1.3 - 31.8 2004 
Veltufé (til) frá rekstri	 	 	 	(482)	135 
Handbært fé (til) frá rekstri	 	 	 	(2.939)	85


Árshlutareikningur Haga hf. 
Árshlutareikningur félagsins var samþykktur á stjórnarfundi þann 1. nóvember
2005. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og
dótturfélaga þess. 

Hlutafé félagsins nam 1.015 millj. kr. í lok reikningsársins. Hluthafar
félagsins í lok tímabilsins eru: 

Baugur Group hf. 					48,7%
Fasteignafélagið Stoðir hf. 				24,1%
Talden Holding S.A. og Orchides Holding S.A.		27,2%

Rekstur
Rekstrartekjur félagsins námu 28.866 millj. kr. en rekstrargjöld án afskrifta
námu 28.252 
 
millj. kr. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 614 millj. kr. 
Afskriftir námu 606 millj. kr. og hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam 8
millj. kr. á rekstrartímabilinu. Tap félagsins fyrir skatta, að teknu tilliti
til fjármagnsliða nam 818 millj. kr., en fjármagnsliðir voru nettó neikvæðir um
826 millj. kr. Að teknu tilliti til reiknaðra skatta nam tap félagsins 708
millj. kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. 

Fyrirtæki Haga eru eftirfarandi:

Bónus				Debenhams				Skeljungur
Hagkaup			Topshop				Orkan
10-11				Noron (Zara)
Aðföng				Útilíf
Stórkaup 			Trenor (Topshop í Svíþjóð)
Bananar
Ferskar kjötvörur

Hjá félaginu starfa 2.800 manns.

Efnahagur
Heildareignir félagsins námu 37.118 millj. kr. í ágústlok 2005. Fastafjármunir
námu samtals 23.710 millj. kr. og veltufjármunir námu 13.408 millj. kr. en þar
af nema greiðslukortakröfur 2.365 millj. kr. Heildarskuldir félagsins námu 
31.200 millj. kr., þar af námu langtímaskuldir 17.077 millj. kr. Eigið fé og
víkjandi lán nam 5.918 millj. kr. Eiginfjárhlutfall að teknu tilliti til
víkjandi láns var 15,9% í ágústlok 2005. 

Sjóðstreymi
Veltufé frá rekstri var neikvætt á tímabilinu um 482 millj. kr. Handbært fé
frá rekstri var neikvætt um 2.939 millj. kr. en mikil hækkun birgða og
viðskiptakrafna hjá Skeljungi skýra að stórum hluta þessa neikvæðu stöðu. 

Staða og horfur 
Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir er langt undir væntingum stjórnenda
félagsins. Gríðarlega hörð samkeppni ríkti á lágvöruenda matvörumarkaðarins
nær allt rekstrartímabilið og er það helsta ástæðan fyrir lakari afkomu
fyrirtækisins. 

Fyrirtæki Haga hafa boðið lægsta vöruverð á Íslandi í flestum þeim vöruflokkum
sem fyrritæki þess selja. Þar hefur Bónus verið í fararbroddi og boðið lægsta
vöruverð í matvöru á Íslandi í 16 ár. Viðskiptavinir félagsins hafa verið
ánægðir með verð og vöruframboð félagins og hefur fjöldi viðskiptavina vaxið
jafnt og þétt síðustu mánuði. 

Það er skoðun stjórnenda Haga að samkeppni verði áfram mikil á matvörumarkaði
því mun félagið á næstu mánuðum leita allra leiða að auka hagkvæmni í rekstri
með því að endurskoða innkaup og annan rekstrarkostnað. Síðari hluti ársins er
að jafnaði betri í rekstri en sá fyrri. Í október sl. yfirtók Fasteignafélagið
Stoðir hf. hluta af fasteignum Skeljungs hf. og bætir það efnahag félagsins
nokkuð. 
  
Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga í síma 530 5500.


Hagar 08 2005.pdf