Icelandic
Birt: 2021-08-26 19:06:16 CEST
Síldarvinnslan hf
Árshlutareikningur - 6 mán.

Uppgjör Síldarvinnslunnar fyrir annan ársfjórðung 2021 og fyrri árshelming 2021

Starfsemin á öðrum fjórðungi ársins

  • Veiðar og vinnsla á kolmunna gengu vel.
  • Gengið var frá kaupum á 12,4% hlutafjár í Runólfi Hallfreðssyni ehf. Síldarvinnslan á nú allt hlutafé í félaginu og stefnt er að sameiningu félaganna frá og með 1. júlí.
  • Sala á loðnuafurðum hefur gengið vel.
  • Nýr Börkur var tekinn í rekstur í stað eldra skips og hafa veiðar á skipinu gengið vel
  • SVN eignafélag ehf. var afhent hluthöfum 9. apríl síðastliðinn

Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings

  • Rekstrartekjur á öðrum ársfjórðungi voru 47,0m USD og 99,4m USD á fyrri árshelmingi.
  • EBITDA á öðrum ársfjórðungi var 12,8m USD og 32,7m USD á fyrri árshelmingi.
  • Hagnaður annars ársfjórðungs var 31,6m USD en 52,6m USD á fyrri árshelmingi. Þess ber að geta að 23,6m USD eru vegna söluhagnaðar, sem myndaðist við afhendingu SVN eignafélags yfir til hluthafa.
  • Heildareignir samstæðunnar í lok annars ársfjórðungs námu 603,9m USD og eiginfjárhlutfall var 65%.

Rekstur

Rekstrartekjur samstæðunnar á öðrum ársfjórðungs voru 47,0m USD og 99,4m USD á fyrri árshelming. Árið 2020 voru tekjurnar 29,7m USD á öðrum ársfjórðungi og 59,1m USD á fyrri árshelmingi. Aukningin milli ára stafar fyrst og fremst af loðnuvertíð.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi var 12,8m USD eða 27,2% af rekstrartekjum, en á öðrum ársfjórðungi árið 2020 var EBITDA 4,1m USD eða 13,8% af rekstrartekjum. Á fyrri árshelmingi 2021 var EBITDA 32,7m USD eða 32,8% af rekstrartekjum til samanburðar var hún 12,4m USD á fyrri árshelmingi 2020 eða 20,9% af rekstrartekjum.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 34,2m USD á öðrum ársfjórðungi og 59,5m USD á fyrri árshelmingi samanborið við 8,1m USD á öðrum ársfjórðungi 2020 og tap upp á 1,1m USD á fyrri árshelmingi 2020. Tekjuskattur var 2,7m USD á öðrum ársfjórðungi og 6,9m USD á fyrri árshelmingi.

        Hagnaður annars ársfjórðungs 2021 nam því 31,6m USD og 52,6m USD á fyrri árshelmingi samanborið við hagnað upp á 7,0m USD á öðrum ársfjórðung 2020 og 0,5m USD tap fyrri árshelmingi 2020.

Efnahagur

Heildareignir námu 603,9m USD í lok annars ársfjórðungs 2021. Þar af voru fastafjármunir 461,8m USD og veltufjármunir 142,1m USD.

Breyting á veltufjármunum frá lokum árs 2020 skýrist helst með lækkun á handbæru fé sem nemur 27,0m USD. Á móti hafa birgðir aukist um 6,8m USD. Til sölu eru fastafjármunir að upphæð 13,0m USD. Þar er um að ræða skip ásamt verksmiðjubúnaði í Helguvík. Fastafjármunir hafa aukist um 45,3m USD sem er að stærstum hluta vegna kaupa á öllu hlutafé í Bergi ehf.

Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 390,9m USD. Eiginfjárhlutfall var 65% í lok ársfjórðungsins samanborið við 68% í lok árs 2020.

Heildarskuldir félagsins voru 213,0m USD í lok ársfjórðungsins og hækkuðu um 29,2m USD. Vaxtaberandi skuldir voru 129,0m USD í lok ársfjórðungsins og hækkuðu um 13,0m USD frá áramótum og er það vegna endurfjármögnunar langtímalána.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 31,6m USD á fyrri árshelmingi 2021 en var 18,7m USD á fyrri árshelmingi 2020. Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 78,2m USD á fyrri árshelmingi. Skýrast þær helst af kaupunum á Bergi ehf. og smíði á nýjum Berki. Fjármögnunarhreyfingar voru jákvæðar um 19,9m USD. Handbært fé í lok árshelmingsins nam 63,1m USD.

Meginniðurstöður í íslenskum krónum á ársfjórðungnum

Séu niðurstöður rekstrarreiknings annars ársfjórðungs 2021 reiknaðar í íslenskum krónum á meðalgengi fjórðungsins (1 USD=123,5 kr) voru rekstrartekjur 5,8 milljarðar, EBITDA 1,6 milljarðar og hagnaður 3,9 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar í íslenskum krónum á gengi 30. júní 2021 (1 USD=123,22 kr) voru eignir samtals 74,4 milljarðar, skuldir 26,2 milljarðar og eigið fé 48,2 milljarðar.

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Síldarvinnslunnar 26. ágúst 2021. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS- International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur 27. ágúst 2021

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn á vefstreymi föstudaginn 27. ágúst klukkan 9:00. Streymið verður aðgengilegt á vefsíðu Síldarvinnslunnar https://svn.is/fjarfestar/streymi/. Streymið verður einnig aðgengilegt á streymisrás Síldarvinnslunnar á youtube https://www.youtube.com/channel/UC-7V1TcKj92J5Mc9OMMcFZQ. Þá verður hægt að senda spurningar á netfangið fjarfestir@svn.is og reynt verður að svara þeim á kynningarfundinum eftir fremsta megni.

Frá forstjóra

Uppgjörið endurspeglar vel þær sveiflur sem sjávarútvegurinn býr við og hvað ein loðnuvertíð er mikilvæg fyrirtæki eins og okkar. Að sama skapi hefur það sýnt sig í gegnum þessa Covid tíma hvað öflugt starfsfólk skiptir miklu máli.

Efnahagur félagsins er sterkur sem er mikilvægt til að mæta þeim áskorunum sem framtíðin ber í skauti sér. Fyrirtæki þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir nýjum lausnum í sínum rekstri og fyrir sjávarútvegsfyrirtæki er mikilvægt að leita leiða til að auka verðmæti auðlindarinnar með sem minnstum umhverfisáhrifum.

Fjárhagsdagatal

3. ársfjórðungur 2021 – 26. nóvember 2021
4. ársfjórðungur 2021 – 25. febrúar 2022

Nánari upplýsingar

Gunnþór B. Ingvason, forstjóri

Viðhengi



Sildarvinnslan hf. - Uppgjorskynning 2. arsfj. 2021.pdf
SVN samsta - arshlutareikn 30.6.2021.pdf