English Icelandic
Birt: 2021-04-20 21:29:10 CEST
Kvika banki hf.
Innherjaupplýsingar

Kvika banki hf.: Jákvæð afkomutilkynning

Við vinnslu á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs hefur komið í ljós að afkoma samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) er verulega umfram áætlanir. Áætlað er að sameiginleg afkoma Kviku, TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. verði á bilinu 2.400 – 2.600 m.kr. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi en þann 30. mars 2021 var afkomuspá Kviku sem birt hafði verið þann 28. janúar 2021,  tekin úr gildi í tengslum við samruna félaganna. Rekstur TM og Lykils mun koma inn í samstæðu Kviku frá og með 1. apríl 2021.

Góður vöxtur þóknanatekna í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf

Vænt afkoma Kviku fyrir skatta er um 1.000 m.kr. sem er umtalsvert hærra en áætlun félagsins fyrir tímabilið gerði ráð fyrir. Ástæður fyrir betri afkomu má einkum rekja til hærri þóknanatekna í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf en jafnframt voru fjárfestingartekjur einnig umfram áætlun sem og að hrein virðisrýrnun útlána var lægri en áætlað var.

Fjárfestingatekjur TM verulega umfram áætlanir

Fjárfestingatekjur TM Trygginga eru áætlaðar um 1.700 m.kr. og samsett hlutfall áætlað um 103%. Samkvæmt drögum að árshlutauppgjöri fyrsta ársfjórðungs verður afkoma TM og Lykils því á bilinu 1.400 – 1.600 m.kr. fyrir skatta.

Uppgjör Kviku banka hf. fyrir fyrsta ársfjórðungs verður birt þann 27. maí 2021.