English Icelandic
Birt: 2021-03-22 18:31:46 CET
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Islandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum.

Heildareftirspurn í útboðinu var 2.560 m.kr.

Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISLA CB 27 voru samtals 620 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 2,91%. Heildartilboð voru 2.560 m.kr. á bilinu 2,89% - 3,00%. Seld voru áður útgefin bréf í eigu bankans.  Útgefið nafnverð í flokknum er 43.840 m.kr.

Uppgjör viðskipta er þann 29. mars 2021.

Nánari upplýsingar veita: Fjárfestatengsl - ir@islandsbanki.is.