Icelandic
Birt: 2021-02-11 16:41:16 CET
Eik fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eik fasteignafélag hf.: Stjórnendauppgjör 2020 og fjárhagsáætlun 2021

Samkvæmt stjórnendauppgjöri nam EBITDA ársins 5.038 m.kr. og eru niðurstöðurnar í takt við uppfærðar horfur félagsins sem birtar voru í kauphöll í júní 2020.

Helstu niðurstöður eru:

  • Rekstrartekjur námu 8.345 m.kr.
  • Leigutekjur námu 7.562 m.kr. og jukust um 2% milli ára
  • Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað fjárfestingareigna og afskriftir nam 5.038 m.kr.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna nam 594 m.kr.
  • Handbært fé frá rekstri nam 1.858 m.kr.
  • Bókfært virði fasteigna nam 100.316 m.kr.
  • Vaxtaberandi skuldir námu 62.001 m.kr.
  • Vegnir verðtryggðir vextir námu 3,15%
  • Vegnir óverðtryggðir vextir námu 2,91%
  • Eiginfjárhlutfall nam 31,3% í lok árs
  • Virðisútleiguhlutfall nam 92,0% í lok árs

Fjárhagsáætlun 2021:

Vegna áframhaldandi óvissu um áhrif COVID-19 á rekstur félagsins birtir félagið spá um EBITDA fyrir árið 2021 í stað spár um tekjur og gjöld. Jafnframt heldur félagið áfram með 3% spábil líkt og þegar félagið uppfærði horfur í júní 2020.

Félagið spáir því að EBITDA félagsins verði á bilinu 5.050 - 5.350 m.kr. á árinu 2021 miðað við 2,5% jafna verðbólgu yfir árið, en 4.975 - 5.275 m.kr. á föstu verðlagi.

Í meðfylgjandi kynningu eru ítarlegri upplýsingar um stjórnendauppgjör og forsendur fjárhagsáætlunar.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980

Viðhengi



21.02.11 Stjornendauppgjor 2020 og atlun 2021.pdf